Yfirmarkmið íþróttaáætlunar Erasmus+ er uppbygging grasrótaríþrótta með því að gefa starfsfólki og sjálfboðaliðum íþróttafélaga tækifæri til að auka hæfni sína og öðlast nýja færni með því að heimsækja önnur íþróttafélög í Evrópu. Þeirri færni og þekkingu er ætlað að nýtast beint í starfsemi íþróttafélaganna sem taka þátt í verkefnum af þessu tagi. Áherslan er á grasrótaríþróttir; það mikilvæga hlutverk sem íþróttir hafa í heilsueflingu og almennri lýðheilsu, þróa evrópskt samstarf innan félagsins og auka þekkingu starfsfólks og þjálfara.
Hverjir geta sótt um?
Opinber eða einkarekin íþróttafélög í grasrótarstarfi sem eru virk í íþróttastarfi, hvetja til almennrar lýðheilsu og eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Stærri íþróttafélög eða sambönd geta einnig sótt um ef þátttaka í verkefni skilar sér í grasrótarstarf félagsins. Einstaklingar geta ekki sótt um styrki úr íþróttahluta Erasmus+ áætlunarinnar.
Hvernig er sótt um?
Nánari upplýsingar er að finna hér um hvernig sótt er um í Erasmus+ sem og ítarlegar leiðbeiningar um EU-login aðgang og OID númer.
Kostnaður tengdur framkvæmd verkefnisins t.d. undirbúningur, stuðningur við þátttakendur, eftirfylgni og kynning á útkomu í verkefninu. Styrkurinn miðast við fjölda þátttakenda og tegund ferða.
Stuðningur við ferðakostnað þátttakenda og aðstoðarfólks. Miðað er við ferðir báðar leiðir.Við ákvörðun fjarlægðar þarf að nota “distance band calculator” og miðað við beina línu frá upphafsstaði til áfangastaðar.
Vegalengd | Hefðbundinn ferðastyrkur | Grænn ferðamáti |
10 – 99 km | € 28 | € 56 |
100 – 499 km | € 211 | € 285 |
500 – 1999 km | € 309 | € 417 |
2.000 – 2.999 km | € 395 | € 535 |
3.000 – 3.999 km | € 580 | € 785 |
4.000 – 7.999 km | € 1188 | |
8.000 km og lengra | € 1735 |
Stuðningur vegna inngildingar (inclusion)
Hægt er að fá viðbótarstuðning fyrir einstaklinga með færri tækifæri sem þurfa á stuðningi að halda. Fylgdarmanneskjur geta verið með í hluta verkefnisins eða á meðan allri framkvæmd stendur. Ef þátttakandi í verkefninu þarf viðbótarstyrk til að geta tekið þátt til jafns við aðra þarf að gera grein fyrir því í umsókninni.
Viðbótarstyrkur vegna undirbúnings og stuðnings einstaklinga með færri tækifæri eða þeirra sem þurfa stuðning til þátttöku í Erasmus+ | 125 EUR fyrir hvern þátttakanda |
Viðbótarstyrkur fyrir einstaklinga vegna þátttöku þeirra í Erasmus+ | 100% raunkostnaður |
€ 680 fyrir hvern þátttakanda. Hámarksfjöldi þátttakenda í undirbúningsheimsókn í tengslum við framkvæmd verkefnis eru 2. Sækja þarf um undirbúningsheimsókn í umsókninni. |
Styrkur vegna tungumálastuðnings þátttakenda vegna tungumála sem ekki eru í boði í OLS tungumálakerfinu. Gildir um alla þátttakendur sem eru í einstaklingsferðum en aðeins í boði fyrir starfsmenn sem dvelja lengur en 31 dag. |
150 EUR fyrir hvern þátttakanda |
150 EUR viðbótarstyrkur fyrir alla nemendur sem dvelja lengur en 30 daga (Long-term mobility) |
Viðbótarstyrkur er veittur vegna ferða frá svæðum sem talin eru afskekkt og ferðakostnaður því mikill | Styrkurinn byggir á raunkostnaði og er að hámarki 80%. |
Hvernig er hægt að finna samstarfsaðila?
Umsækjendur finna sjálfir sína samstarfsaðila og eru upplýsingar um þá hluti af umsókn. Mikilvægt er að vanda vel valið og kynna sér reynslu og sérþekkingu þeirra sem unnið verður með. Leitarvél Erasmus+ býður upp á ýmsa möguleika til að finna samstarfsaðila.
Markmið
Þessu verkefni er ætlað að stuðla að þróun íþróttasamtaka með því að styðja við lærdómsferli starfsfólks, þjálfara og sjálfboðaliða. Þátttökusamtök ættu að hafa að leiðarljósi inngildingu og fjölbreytileika, umhverfisvænna sjálfbærni, stafræna færni og virka þátttöku með verkefnum sínum. Með því að vekja athygli á þessum forgangsatriðum meðal þátttakenda þeirra, með því að skiptast á góðum starfsháttum og með því að sníða verkefnin að þeirra þörfum.
Meginmarkmið er að gefa starfsfólki og sjálfboðaliðum íþróttasamtaka sem sinna grasrótarstarfi tækifæri til að bæta hæfni sína og öðlast nýja færni með því að heimsækja önnur samtök og stuðla þannig að uppbyggingu og þróun samtakanna.
Verkefni af þessu tagi miða sérstaklega að grasrótaríþróttum, því mikilvæga hlutverki sem íþróttir gegna við að:
Eftirfarandi útfærslur eru í boði:
Starfsspeglun eða vettvangsheimsókn er heimsókn eða dvöl þátttakenda hjá móttökusamtökum í öðru landi með það að markmiði að læra nýja starfshætti og safna nýjum hugmyndum með því að fylgjast með, vera í samskiptum við iðkendur, þjálfara, sjálfboðaliða og annað starfsfólk í daglegum störfum þeirra.
Í þjálfunarverkefnum taka þátttakendur þátt í þjálfun, eða sjá um þjálfun hjá móttökusamtökum í öðru landi. Þessi verkefni stuðla að uppbyggingu grasrótarsamtaka með því að auka færni, þekkingu og reynslu viðkomandi þjálfara.
Hægt er að fara í undirbúningsheimsókn til að styðja
við gæðaframkvæmd verkefnisins. Í þessum
undirbúningsheimsóknum er þá unnið að undirbúningi, byggja upp traust, koma á
traustu samstarfi milli samtakanna og annarra hlutaðeigandi. Undirbúningsheimsókn fer fram hjá
móttökusamtökum og eru hluti af verkefninu.
Rökstyðja þarf þörf fyrir undirbúningsheimsókn í umsókn og útskýra
markmið með heimsókninni og áhrif á gæði verkefnisins. Hægt er að skipuleggja undirbúningsheimsókn
til að hefja samstarf við nýja samstarfsstofnun, undirbúa lengri verkefni og
undirbúa einstaklinga með færri tækifæri undir þátttöku í verkefnum. Að hámarki 2 frá hverjum samtökum geta tekið
þátt í undirbúningsheimsókn.
Verkefnin geta ekki verið hagnaðardrifin að því marki að samtök hafi fjárhagslegan ávinning af þátttöku í verkefninu.
Samtök sem taka þátt geta verið:
Verkefni geta staðið í yfir 3-18 mánuði
Hverjir geta tekið þátt?
Þátttakendur verða að vera starfsfólk eða viðurkenndir (skjalfestir) sjálfboðaliðar sendisamtaka og taka þátt í starfsemi samtakanna. Þátttakendur verða að vera búsettir í landi sendisamtakanna. Þátttakendur geta ekki tekið þátt í verkefnunum sem íþróttamenn.
Fjöldi þátttakenda getur mest verið 10 í hverju verkefni.
Verkefnin þurfa að fara fram erlendis í Evrópusambandslandi eða aðildarlöndum Erasmus+ áætlunarinnar.
Allar frekari upplýsingar má finna í Erasmus+ handbókinni.
Aðrir styrkir til íþróttastarfs hjá Erasmus+
Einnig eru í boði miðstýrðir styrkir til íþróttaverkefna. Sótt er beint um þá styrki rafrænt til framkvæmdaskrifstofu Evrópusambandsins. Eru þess konar samstarfsverkefni stofnana til lengri tíma og stærri í sniðum fjárhagslega.
Áætlunin veitir íslenskri íþróttahreyfingu og opinberum aðilum sem starfa að íþróttamálum í 32 þátttökulöndum Erasmus+ möguleika á því að sækja um styrki til að hrinda íþróttaverkefnum í framkvæmd. Verkefnin geta verið af ýmsum toga en þurfa alltaf að falla að stefnu Evrópusambandsins. Þannig er þeim ætlað að stuðla að náms- og þjálfunarferðum starfsfólks og auknu samstarfi, gæðum, inngildingu, sköpun og nýsköpun í íþróttastarfi og –stefnu.
Lesa má allt um þess konar styrki hér
Umsóknarfrestir eru einu sinni á ári fyrir hvern flokk og
eru auglýstir á heimasíðu Framkvæmdarstjórnar
Evrópusambandsins fyrir íþróttahlutann.