Fréttir og viðburðir

Starfsemi Erasmus+ á Íslandi er víðfeðm og tekur til margra þátta. Með því að fylgjast með fréttum og tilkynningum um námskeið er hægt að fá upplýsingar um umsóknarfresti, námskeið Landskrifstofu fyrir umsækjendur, námskeið sem standa til boða fyrir umsækjendur erlendis o.s.frv.  

Fréttir

Reglulega birtir Landskrifstofa fréttir um ýmislegt sem varðar starfsemina. 

Lesa fréttir

Námskeið í Evrópu

Við styrkjum þá sem starfa í æskulýðsgeiranum eða eru virkir í félögum ungs fólks til að sækja námskeið á vegum landsskrifstofa Erasmus+ víða í Evrópu. Námskeiðin snúast um að læra betur á óformlegt nám, skipuleggja verkefni innan Erasmus+, starf með ungu fólki og fleira.

Skoða námskeið

Tengslaráðstefnur

Ráðstefnur og tengslaráðstefnur eru skipulagðar af landskrifstofum Erasmus+ út um alla Evrópu. Þessar ráðstefnur eru kynntar hér á síðunni jafnóðum og upplýsingar um þær berast.

Landsskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan ráðstefnunni stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.

Skoða tengslaráðstefnur

Verkefni í fréttum

Reglulega birtast í íslenskum fjölmiðlum umfjallanir um áhugaverð verkefni sem styrkt eru af Erasmus+. Við reynum að fylgjast með og birtum tengla í umfjöllun um þau. Ef þú veist um umfjöllun um verkefni sem hefur farið framhjá okkur, láttu okkur endilega vita. erasmusplus@rannis.is

Lesa umfjöllun

Fréttabréf Erasmus+

Landskrifstofa Erasmus+ sendir reglulega út fréttabréf með helstu upplýsingum um starfsemina.

Lesa fréttabréf

Til þess að fá fréttabréfið sent þarf að skrá sig á póstlista Rannís og velja þar viðeigandi markhóp. 

Þú getur breytt eða sagt upp áskriftinni hvenær sem er. Gögn eru geymd í samræmi við persónuverndarlög og mun Rannís ekki birta eða deila persónulegum upplýsingum sem veittar eru af þér, án þíns samþykkis.

Póstlistaskráning

Vefstofur Erasmus+

Á síðunni "Vefstofur Erasmus+" er hægt að nálgast auglýsta viðburði og námskeið í streymi á vefnum.

Sjá vefstofur








Þetta vefsvæði byggir á Eplica