Frestur til að sækja um gæðaviðurkenningu eTwinning, National Quality Label, verður til 10. nóvember 2024. Við hvetjum öll sem staðið hafa fyrir vel heppnuðu verkefni að sækja um.
Lesa meiraHeill heimur vísinda í dag 28. september kl. 13:00 -18:00 á Vísindavöku í Laugardalshöllinni. Á Vísindavöku, sannkallaðri uppskeruhátíð vísindanna í íslensku samfélagi, gefst gestum kostur á að hitta og ræða við okkar fremsta vísindafólk og kynnast mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi.
Lesa meiraErtu kennari í framhaldsskóla, starfsmenntaskóla, leikskóla eða grunnskóla með reynslu af eTwinning? Þá er þetta einstakt tækifæri fyrir þig! eTwinning á Íslandi býður upp á tvö ótrúleg tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegum ráðstefnum í haust – ein í Sarajevo, Bosníu og Hersegovínu, og önnur í Tallinn, Eistlandi.
Lesa meiraStarfsemi Erasmus+ á Íslandi er víðfeðm og tekur til margra þátta. Með því að fylgjast með fréttum og tilkynningum um námskeið er hægt að fá upplýsingar um umsóknarfresti, námskeið Landskrifstofu fyrir umsækjendur, námskeið sem standa til boða fyrir umsækjendur erlendis o.s.frv.
Lesa meira