Tengslaráðstefna um Erasmus+ stúdenta-og starfsmannaskipti í STEM greinum á háskólastigi

Umsóknarfrestur til og með 20. janúar 2025

 

Heiti viðburðar: Promoting Mobilities in STEM Fields (Science, Technology, Engineering, and Mathematics) in Higher Education

Fyrir: Starfsfólk háskóla (reynda Erasmus+ styrkþega sem og nýliða)

Tungumál: Enska

Hvar: Vín, Austurríki

Hvenær: 14.-16. maí 2025

Umsóknarfrestur: Til og með 20. janúar 2025

Sótt er um á heimasíðu Salto

Markmiðið með ráðstefnunni er að styðja við og auka stúdenta-og starfsmannaskipti í STEM greinum á háskólastigi. Nánari upplýsingar um þema og markmið má finna á heimasíðu Salto

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 2

Landskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan námskeiðinu stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.

Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is








Þetta vefsvæði byggir á Eplica