Erasmus+ tengslaráðstefna fyrir gagnfræði- og framhaldsskólakennara

Umsóknarfrestur liðinn

Heiti viðburðar: Walk the talk, Long-Term Learning Mobility of Pupils contact making seminar

Fyrir: Gagnfræði- og framhaldsskólakennara sem hafa áhuga á lengri náms- og þjálfunardvölum í skólum og stofnunum (e. long-term learning mobility of pupils)

Tungumál: Enska

Hvar: Dublin, Írlandi

Hvenær: 24.-26. apríl 2024

Umsóknarfrestur: Til og með 15. mars 2024

Sótt er um á heimasíðu Salto

Þema ráðstefnunnar er virk þátttaka nemenda í lýðræðissamfélagi. Markmið ráðstefnunnar er að tengja saman gagnfræði- og framhaldsskólakennara sem hafa áhuga á lengri Erasmus+ náms- og þjálfunardvölum. Þátttaka í þjálfuninni opnar á tækifæri til að finna samstarfsaðila.

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 2

Landskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan ráðstefnunni stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.

Fyrirspurnum svarar Svandís Ósk Símonardóttir: svandis.o.simonardottir@rannis.is








Þetta vefsvæði byggir á Eplica