Erasmus+ tengslaráðstefna um stafrænar áherslur í samstarfsverkefnum í skólahluta

  Umsóknarfrestur liðinn

Heiti viðburðar: Contact Seminar "Enhancing Digital Competences in Education and Training"

Fyrir: Umsækjendur um samstarfsverkefni með stafrænum áherslum í skólahluta Erasmus+

Tungumál: Enska

Hvar: Tallinn, Eistlandi

Hvenær: 24.-27. september 2024

Umsóknarfrestur: Til og með 2. júlí. Athugið að umsóknarfresturinn fyrir þátttakendur frá Íslandi er annar en kemur fram á heimasíðu Salto. Ekki verður tekið á móti umsóknum frá Íslandi sem berast eftir 2. júlí 2024

Sótt er um á heimasíðu Salto

Markmiðið með ráðstefnunni er að greiða fyrir tengslamyndun aðila sem vilja setja á laggirnar Erasmus+ samstarfsverkefni um stafrænar áherslur.

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 1

Landskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan ráðstefnunni stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.

Fyrirspurnum svarar Svandís Ósk Símonardóttir: svandis.o.simonardottir@rannis.is








Þetta vefsvæði byggir á Eplica