Erasmus+ tengslaráðstefna um starfsspeglun í skólahluta

Umsóknarfrestur til og með 2. júlí 2024

Heiti viðburðar: Engaging in job shadowing mobility – how to implement and improve quality.

Fyrir: Starfsfólk sem starfar með nám og þjálfun í skólahluta Erasmus+

Tungumál: Enska

Hvar: Sønderborg, Danmörku

Hvenær: 16.-19. september 2024

Umsóknarfrestur: Til og með 2. júlí 2024. Athugið að umsóknarfresturinn fyrir þátttakendur frá Íslandi er annar en kemur fram á heimasíðu Salto. Ekki verður tekið á móti umsóknum frá Íslandi sem berast eftir 2. júlí 2024

Sótt er um á heimasíðu Salto

Markmið ráðstefnunnar er að auka tengslamyndun á milli stofnana sem taka þátt í náms og þjálfunarverkefnum í skólahluta Erasmus+ og greiða fyrir starfsspeglun (e. job shadowing) þeirra á milli

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 2

Landskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan ráðstefnunni stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.

Fyrirspurnum svarar Svandís Ósk Símonardóttir: svandis.o.simonardottir@rannis.is








Þetta vefsvæði byggir á Eplica