Umsóknarfrestur liðinn
Heiti viðburðar: Transnational contact seminar: „Collaborating for success: Exploring opportunities and partnerships in a Nordic context"
Fyrir: Starfsfólk í stofnunum/samtökum á sviði menntunar, starfsnáms og háskólamenntunar, sem hefur áhuga á að þróa Erasmus+ samstarfsverkefni
Tungumál: Enska
Hvar: Drammen, Noregi
Hvenær: 13.-15. nóvember 2023
Umsóknarfrestur: Til og með 15. september
Markmið ráðstefnunnar er að styðja við umsækjendur stærri samstarfsverkefna sem og að skapa vettvang þar sem þátttakendur getað eflt tengslanet sitt.
Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 10
Landskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan ráðstefnunni stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.
Fyrirspurnum svarar Svandís Ósk Símonardóttir: svandis.o.simonardottir@rannis.is