Kennslufræði á norðurslóðum: Heimsókn til Norður-Finnlands

Umsóknarfrestur liðinn

Heiti viðburðar: Study Visit: Arctic Pedagogy

Fyrir: Menntunaraðila á landsbyggðinni sem starfa með starfsmenntun og/eða fullorðinsfræðslu.

Tungumál: Enska

Hvar: Inari, Finnlandi

Hvenær: 12.-16. maí 2024

Umsóknarfrestur: Til og með 13. mars 2024

Sótt er um á heimasíðu Salto

Þema ferðarinnar er aðgengi að menntun á landsbyggðinni og hvernig aðlaga megi starfsmenntun og fullorðinsfræðslu að þörfum heimafólks. Ferðin er skipulögð af finnsku landskrifstofunni í samstarfi við The Sámi Education Institute (SAKK).

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 2

Landskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan ráðstefnunni stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.

Fyrirspurnum svarar Svandís Ósk Símonardóttir: svandis.o.simonardottir@rannis.is








Þetta vefsvæði byggir á Eplica