Umsóknarfrestur til og með 2. desember 2024
Heiti viðburðar: Opportunities for all: Inclusive Mobility Projects for Diverse Learners in Erasmus+ VET
Fyrir: Verkefnastjóra, kennara og starfsfólk í starfsmenntaskólum sem eru að sinna Erasmus+ náms-og þjálfunarverkefnum.
Tungumál: Enska
Hvar: Salzburg, Austurríki
Hvenær: 12.-15. janúar 2025
Umsóknarfrestur: Til og með 2. desember 2024
Þema og markmið:
Inngilding og fjölbreytileiki er megin þema námskeiðsins, sem er jafnframt eitt af forgangsatriðum Erasmus+ áætlunarinnar. Markmið námskeiðsins er að auka meðvitund þátttakenda um þær fjölbreyttu hindranir sem geta staðið frammi fyrir iðnnemum. Lykilatriðið er að bera kennsl á þessar hindranir og nýta þau verkfæri sem fyrir eru til að virkja nemendur, undirbúa þau fyrir námsferð erlendis og styðja við þau á meðan dvölinni stendur.
Nánari upplýsingar um þema og markmið má finna á heimasíðu Salto
Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 3
Landskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan námskeiðinu stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.
Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is