Norræn málstofa um Erasmus+ hæfnismótun

Umsóknarfrestur til og með 6. september 2024

Heiti viðburðar: Transnational Nordic seminar on Capacity Building with a cross-sectoral focus

Fyrir: Áhugasöm um að taka þátt í Erasmus+ hæfnismótunar (e. capacity building) verkefnum í háskóla- eða starfsmenntunarhluta. 

Tungumál: Enska

Hvar: Kaupmannahöfn, Danmörku

Hvenær: 11.-13. nóvember 2024

Umsóknarfrestur: Til og með 6. september 2024

Sótt er um á heimasíðu Salto

Markmið málstofunnar er að veita mögulegum umsækjendum stuðning og bæta skilning þeirra á verkefnaflokknum og tækifærum hans fyrir háskóla og starfsmenntun.
Í hæfnismótunarverkefnum er markmið að vinna bæði með Erasmus+ löndum sem og löndum sem ekki eru aðilar að Erasmus+ áætluninni og að styðja við háskóla og starfsmenntakerfi þeirra. Verkefnaflokkurinn er miðstýrður, þ.e. að umsjón með umsóknum og framkvæmd verkefna er í Brussel hjá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins EACEA. Upplýsingar um hæfnismótun í háskólahluta má finna hér og upplýsingar um hæfnismótun í starfsmenntunarhluta má finna hér.

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 10

Landskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan ráðstefnunni stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.

Fyrirspurnum svarar Svandís Ósk Símonardóttir: svandis.o.simonardottir@rannis.is








Þetta vefsvæði byggir á Eplica