Power of Non-Formal Education - Námskeið fyrir fullorðinsfræðsluaðila

Umsóknarfrestur til og með 1. desember 2024

 

Heiti viðburðar: Training for Adult Education: "PONFE Power of Non-Formal Education "

Fyrir: Fullorðinsfræðsluaðila

Tungumál: Enska

Hvar: Espoo, Finnlandi

Hvenær: 10.-15. febrúar 2025

Umsóknarfrestur: Til og með 1. desember 2024

Sótt er um á heimasíðu Salto

Þema og markmið:

· Að brúa bilið milli aðila sem sinna formlegri og óformlegri fræðslu í átt að inngildandi samfélagi.

· Að skoða mismunandi nálganir og aðferðir í kennslu, bæði hjá þeim sem sinna formlegri og óformlegri fræðslu

· Að skoða kennsluaðferðir sem auka forvitni og hvatningu þeirra sem sækja sér fræðslu

· Að nýta menntun sem áhrifaríkt tæki til valdeflingar

Nánari upplýsingar á heimasíðu Salto

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 2

Landskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan námskeiðinu stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.

Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is








Þetta vefsvæði byggir á Eplica