Umsóknarfrestur til og með 27. janúar 2025
Heiti viðburðar: Green Erasmus: A contribution to Europe’s green transition?!
Fyrir: Fullorðinsfræðsluaðila og starfsfólk starfsmenntastofnana með reynslu í Erasmus+ verkefnum hvort sem það eru náms-og þjálfunarverkefni eða samstarfsverkefni
Tungumál: Enska
Hvar: Lüneburg Þýskalandi
Hvenær: 21-23. maí 2025
Umsóknarfrestur: Til og með 27. janúar 2025
Nánari upplýsingar um þema og markmið má finna á heimasíðu Salto
Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 2
Landskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan námskeiðinu stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.
Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is