Tengslaráðstefna um smærri samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar

Umsóknarfrestur liðinn

Heiti viðburðar: On-site contact seminar on planning the small-scale partnerships projects

Fyrir: Starfsfólk á sviði starfsmenntunar sem hefur áhuga á þátttöku í smærri samstarfsverkefnum

Tungumál: Enska

Hvar: Varsjá, Póllandi

Hvenær: 28.-30. október 2024

Umsóknarfrestur: Til og með 8. september 2024

Sótt er um á heimasíðu Salto

Markmið ráðstefnunnar er að styðja við aðila/stofnanir í starfsmenntun sem hafa ekki reynslu af Erasmus+ samstarfsverkefnum, við undirbúning á gæðamiklu smærra samstarfsverkefni. Þátttaka í ráðstefnunni er einnig kjörið tækifæri til að efla tengslanet sitt.

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 2

Landskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan ráðstefnunni stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.

Fyrirspurnum svarar Svandís Ósk Símonardóttir: svandis.o.simonardottir@rannis.is








Þetta vefsvæði byggir á Eplica