Umsóknarfrestur til og með 13. febrúar 2025
Heiti viðburðar: Erasmus+ Digitisation: Why Green, Inclusive and Participatory Inputs are Needed
Fyrir: Starfsfólk háskóla, alþjóðafulltrúa, ráðgjafa í stefnumálum háskóla, starfsfólk landskrifstofu Erasmus+
Tungumál: Enska
Hvar: Frankfurt, Þýskalandi
Hvenær: 20-22. maí 2025
Umsóknarfrestur: Til og með 13. febrúar 2025
Nánari upplýsingar um þema og markmið má finna á heimasíðu Salto
Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 2
Landskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan námskeiðinu stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.
Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is