Europass - skjalfesting á menntun og starfshæfni

Fyrir hverja?

Europass er safnheiti yfir stöðluð menntunar- og starfshæfniskjöl, sem skipta máli til viðurkenningar á menntun- og starfshæfni einstaklings. Skjölin eru aðgengileg á netinu og eru samhæfð fyrir öll lönd  Evrópu.

Til hvers?

Til að auðvelda viðurkenningu á menntun og starfshæfni einstaklinga.

Hvert er markmiðið?

Meginmarkmiðið með Europass er að auðvelda gegnsæi menntunar og starfsreynslu.

Europass er einnig ætlað að auðvelda samhæfingu prófskírteina og viðurkenninga milli landa.

Hlutverk Rannís

Rannís er tengiliður (NEC – National Europass Centre) á Íslandi. Hlutverk Rannís er að veita upplýsingar um Europass og kynna möguleikana bjóðast með notkun skjalanna, s.s. notkun rafrænnar ferilskrár.

Sjá nánari upplýsingar á www.europass.is

Nánari upplýsingar








Þetta vefsvæði byggir á Eplica