Europass er safnheiti yfir stöðluð menntunar- og starfshæfniskjöl, sem skipta máli til viðurkenningar á menntun- og starfshæfni einstaklings. Skjölin eru aðgengileg á netinu og eru samhæfð fyrir öll lönd Evrópu.
Til að auðvelda viðurkenningu á menntun og starfshæfni einstaklinga.
Meginmarkmiðið með Europass er að auðvelda gegnsæi menntunar og starfsreynslu.
Europass er einnig ætlað að auðvelda samhæfingu prófskírteina og viðurkenninga milli landa.
Rannís er tengiliður (NEC – National Europass Centre) á Íslandi. Hlutverk Rannís er að veita upplýsingar um Europass og kynna möguleikana bjóðast með notkun skjalanna, s.s. notkun rafrænnar ferilskrár.
Sjá nánari upplýsingar á www.europass.is