eTwinning - rafrænt skólasamstarf

Fyrir hverja?

Kennarar og starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Til hvers?

Einföld vefverkefni fyrir kennara, starfsfólk og nemendur; þátttaka í evrópsku skólasamfélagi á netinu; endurmenntun: frí netnámskeið og styrkir á evrópskar vinnustofur um upplýsingatækni og menntun.

Umsóknarfrestir

Í eTwinning eru engar umsóknir og skýrslur og þess vegna engir umsóknarfrestir. Hins vegar er hægt að sækja um gæðamerki, taka þátt í verðlaunasamkeppnum og evrópskum vinnustofum – umsóknafrestir vegna gæðamerkja, verðlauna og vinnustofa eru auglýstir sérstaklega. 

Skráning í eTwinning

Fylgstu með fréttum eTwinning

Skráningin er einföld og þú færð strax aðgang að evrópsku skólasamfélagi á netinu.

Hvað er eTwinning?

eTwinning er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum og sækja sér endurmenntun á vinnustofum og námskeiðum, svo nokkuð sé nefnt, allt með hjálp upplýsingatækni.

Hver kennari eða skólastarfsmaður skráir sig sem einstaklingur og engin takmörk eru á því hve margir frá sama skóla geta verið með. Skráning er einföld og fer fram á Evrópuvef eTwinning.

eTwinning er einfalt – engir umsóknarfrestir og sveigjanleiki í fyrirrúmi. Þetta endurspeglast í einkunnarorðunum „hafið það lítið og einfalt“ (keep it short and simple — KISS).

Í hverju landi er landskrifstofa sem styður þátttakendur endurgjaldslaust. Hér á landi gegnir Rannís því hlutverki. Einnig er hægt að leita til eTwinning sendiherra, starfandi kennara með reynslu af eTwinning.

eTwinning samstarf getur auðgað skólastarfið á margan hátt, víkkað sjóndeildarhring bæði nemenda og kennara og aukið færni þeirra á ýmsa vegu. eTwinning eflir þannig starfsþróun kennara og frumkvæði og áhuga nemenda.

eTwinning er hluti af menntaáætlun ESB (Erasmus+) og var hleypt af stokkunum árið 2005.

Nánari upplýsingar








Þetta vefsvæði byggir á Eplica