Umsóknarfrestir fyrir nám og þjálfun: 5. febrúar 2020 kl. 11:00 á íslenskum tíma og samstarfsverkefni: 24. mars 2020 kl. 11:00 á íslenskum tíma.
Með Erasmus+ gefst menntastofnunum og aðilum sem sinna menntun á öllum skólastigum tækifæri til að auka alþjóðavæðingu í skólastarfi, miðla eigin reynslu og sækja þekkingu til annarra Evrópulanda.
Markmið áætlunarinnar eru meðal annars að styðja verkefni sem miða að því að efla grunnfærni einstaklinga, s.s. læsi og stærðfræði, ýta undir sköpunargáfu og frumkvöðlakennslu, vinna gegn brotthvarfi, styðja við aðlögun innflytjenda, innleiða upplýsingatækni í menntun, efla starfsmenntun, þróa nýjar námsleiðir og kennsluaðferðir og almennt að auka gæði í menntun á öllum skólastigum og í atvinnulífi.
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að tækifærin geta verið ólík á milli markhópa og skólastiga.