Samstarfið er fyrir alla sem koma að stefnumótun í menntun fullorðinna, ráðuneyti og aðra hagaðila.
Verkefnið er hluti af evrópsku samráði um menntun fullorðinna (European Agenda for Adult Learning - EAAL) sem miðar að því að auka aðgengi þeirra að menntun.
Stærsti markhópurinn á Íslandi er fólk með litla formlega menntun sem getur ef til vill stytt sér leið í nám með raunfærnimati. Þá er fólki sem stendur höllum fæti, t.d. vegna fötlunar eða lítillar íslenskukunnáttu, veitt sérstök athygli.
Sem landstengiliður í fullorðinsfræðslu starfar Rannís náið með mennta- og barnamálaráðuneytinu og öllum öðrum hagsmunaaðillum í menntun fullorðinna.
Landstengiliður um fullorðinsfræðslu tekur þátt í stefnumótun á vegum stjórnvalda og situr m.a. í vinnuhóp um endurskoðun laga um framhaldsfræðslu, sem settur var á laggirnar árið 2022.