Íslenska EPALE landskrifstofan hefur þýtt á íslensku Berlínaryfirlýsinguna frá ráðstefnu um raunfærnimat sem haldin var í Berlín dagana 6.-8. maí 2019.
Berlínaryfirlýsingin er mikilvægt leiðarljós fyrir alla hagsmunaðila í fullorðinsfræðslu sem sinna raunfærnimati.
Raunfærnimat felur í sér að draga fram, skrá, meta og viðurkenna færni sem einstaklingar hafa þróað með sér innan og utan formlega skólakerfisins. Það ferli ýtir undir sýnileika og gildi náms óháð því hvar það fer fram og leitast við að bera kennsl á og nýta betur hæfni á vinnumarkaði sem og í samfélaginu.
Alþjóðavæðing, stafræn tæknivæðing og fólksflutningar breyta því hvernig við vinnum og lærum. Þar sem raunfærnimat hefur verið fest i sessi má sjá að það myndi ómetanlega brú á milli einstaklinga og samfélagsins og á milli náms og starfa.
Til að efla raunfærnimat enn frekar, hafa aðilar sem taka þátt í alþjóðasamstarfi um það samþykkt eftirfarandi grunnreglur til þess að byggja upp sterkt og skilvirkt kerfi raunfærnimats.
1.1. Aðgangur að raunfærnimati skal vera greiður, vel auglýstur og öllum opinn.
1.2. Allir sem koma að gerð, framkvæmd, þróun og gæðatryggingu raunfærnimats skulu hafa skýrt tilgreint hlutverk og ábyrgðarsvið.
1.3. Hagsmunaaðilar sem koma að raunfærnimati skulu starfa saman, þannig að niðurstaða raunfærnimats verði viðurkennd og metin að verðleikum í samfélaginu.
2.1. Sjálfbær og gegnsæ fjármögnun skal vera til staðar til að greiða fyrir allan kostnað við raunfærnimatið, þar með talið ráðgjöf, laun starfsfólks, innviði, verkfæri og stuðningskerfi.
2.2. Raunfærnimat ætti að vera aðgengilegt fyrir alla einstaklinga óháð fjárhagslegri stöðu.
2.3. Kerfi til fjármögnunar fyrra námi ætti að byggja á innviðum sem þegar eru fyrir hendi, óháð leiðum og því hverjir sjá um þjónustuna.
2.4. Fylgjast ætti með kostnaði og ávinningi af raunfærnimati, þar með talið félagslegum og efnahlagslegum áhrifum, greina ætti og dreifa niðurstöðum til hagsmunaaðila.
2.5. Fjármögnun ætti að vera tryggð áður en raunfærnimatskerfi eru sett á laggirnar og starfið hefst.
3.1. Gæðakerfi ættu að vera til staðar til að tryggja að verkfæri sem nýtt eru séu gild, örugg, réttlát og sjálfbær.
3.2. Áreiðanleg, viðurkennd og uppfærð verkfæri eiga að tryggja sveigjanlegt, einstaklingsmiðað ferli og koma til móts við ólíka einstaklinga og mismunandi námsleiðir.
3.3. Raunfærnimatsferlið á að fylgja samþykktum stöðlum, t.d. hæfnirömmum og/eða sértækum stöðlum fyrir mismunandi starfssvið sem hafa eigin hæfniviðmið.
3.4. Raunfærnimatsleiðir skulu vera á áfangaskiptar, skýrar og skiljanlegar á öllum stigum með það að markmiði að þær verði sveigjanlegjar bæði hvað varðar vinnu og nám.
3.5. Raunfærnimatsferlið skal ýmist leiða til þess að gefnar verði einingar sem gera einstaklingnum kleift að stytta nám sitt, að einstaklingur teljist uppfylla skilyrði náms að fullu eða að hluta, eða opni nýjar leiðir til náms og starfa.
3.6. Sérhæft nám og vottun aðila sem framkvæma raunfærnimat er nauðsynlegt til að tryggja opið og fullgilt ferli og hindra mismunun.
3.7. Raunfærnimat ætti að vera öllum aðgengilegt án tillits til þess hvaða formlega menntun þeir hafa.
4.1. Kynning og vitundarvakning um virði óformlegs og formlauss náms ætti að vera hluti af námi, náms- og starfsráðgjöf og starfi.
4.2. Ráðgjöf og stuðningur skulu vera aðgengileg áður en ferlið hefst, á meðan á því stendur og eftir alla áfanga matsins.
4.3. Raunfærnimatsferlið ætti að vera aðgengilegt bæði á netinu og utan þess.
4.4. Sérhæft nám og vottun þeirra sem framkvæma raunfærnimat er nauðsynlegt.
4.5. Matsaðilar skulu tryggja hlutlægt, sanngjarnt og skýrt ferli á öllum stigum matsins og vottunarinnar.
5.1. Raunfærnimat á að auðvelda einstaklingum að þróa hæfni sína og auka möguleika þeirra á tilfærslum í starfi til annarra stofnana, á annað starfssvið og/eða til annarra landa.
5.2. Árangur af raunfærnimati á að vera sýnilegur, áreiðanlegur og trúverðugur öllum hagsmunaaðilum.
5.3. Þar sem það á við, ættu niðurstöður úr raunfærnimati að vera jafngildar skírteini úr formlega menntakerfinu, hafa sama gildi hvort heldur er á vinnumarkaði eða í menntakerfinu og veita aðgang að frekara námi og starfi.
5.4. Framhaldsmenntun skal vera í boði að loknu raunfærnimatsferlinu. Hana skal vera hægt að laga að því námi sem hver einstaklingur kýs.
5.5. Hvetja skal nemendur til þess að vera virkir þátttakendur í þróun eigin náms- og starfsferils, í samstarfi við menntakerfið, atvinnurekanda og aðila vinnumarkaðarins.
5.6. Ráðgjöf ætti að vera til staðar um leiðir að loknu raunfærnimatsferlinu.
6.1. Raunfærnimatskerfið ætti að eiga sér stoð í lögum og samræma þarf stefnumótun sem að því snýr.
6.2. Lagarammar fyrir raunfærnimat eiga að tryggja rétt einstaklinga að vottun og ráðgjöf og tryggja rétt þeirra til að áfrýja.
6.3. Lagarammar fyrir raunfærnimat ættu að innihalda sjálfbært fjármögnunarkerfi.
6.4. Lagarammar fyrir raunfærnimat ættu að gera ráð fyrir eftirlitsaðila/stofnun, sem að minnsta kosti hefur eftirlit með þóknun, upptöku og gæðakerfi raunfærnimats og tryggir samræmingu raunfærnimatskerfa.
6.5. Til að koma í veg fyrir mismunun ættu hlutavottun og námslokavottun að hafa sama gildi óháð námsleiðum.
6.6. Lög og reglur ætti að endurskoða reglulega til að stuðla að þróun raunfærnimatskerfisins.