Saga íslenska hæfnirammans - ISQF

Mennta- og menningarmálaráðuneytið skilaði árið 2014 skýrslu til Framkvæmdastjórnar ESB sem lýsti fyrstu drögum að íslenskum hæfniramma og hvernig hann tengdist þeim evrópska. Frá 2014 hafa hagsmunaaðilar unnið að þróun rammans og þann 12. október 2016 var samþykkt ný útfærsla í kjölfar náins samstarfs við alla hagsmunaðila í menntun á Íslandi og atvinnulífið með sameiginlegri yfirlýsingu.

Undir yfirlýsinguna skrifuðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, Kvasir, Leikn, Landsamtök íslenskra stúdenta og Samband íslenskra framhaldskólanema. Þar er stutt lýsing á hverju þrepi. Einnig hefur starfshópur unnið að ítarlegri útfærslu á hæfniviðmiðum fyrir þrep 1 til 4. Sambærileg vinna við þrep 5 til 7 mun fara fram. Að því loknu verður skrifuð ný skýrsla um allan rammann, bæði á íslensku og ensku.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica