eTwinning sendiherra í þínu héraði

eTwinning sendiherrar

eTwinning-sendiherrar eru starfandi kennarar sem hafa reynslu af eTwinning. Hægt er að leita til þeirra um stuðning, upplýsingar, heimsóknir í skóla og þátttöku í menntaviðburðum.

eTwinning sendiherrar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi

Kolbrun_SvalaKolbrún Svala Hjaltadóttir, Flataskóla, Garðabæ.
Netfang: kollahjalta@gmail.com
Sími: 863 4747

Kolbrún var kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni í Flataskóla þar til vorið 2018. Hún hafði áður kennt á öllum stigum grunnskólans í allmörg ár og ennfremur kenndi hún um skeið í framhaldskóla. Kolbrún hefur tekið þátt í mörgum eTwinning- og Comenius verkefnum allt frá árinu 2005.

RosaRósa Harðardóttir, Selásskóla, Reykjavík. 
Netfang: rosa.hardardottir@rvkskolar.is
Sími: 567 2600

Rósa er skólastjóri í Selásskóla. Hún hefur auk þess kennt á öllum stigum grunnskólans síðan 1990. Rósa hefur tekið þátt í mörgum eTwinning verkefnum frá 2008 og Comenius verkefnum síðan 2000.

eTwinning sendiherra fyrir starfsmenntakennara

Soffia Soffía Margrét Magnúsdóttir, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti.
Netfang: smm@fb.is 
Sími: 895 2218

Soffía er sérstakur eTwinning sendiherra fyrir starfsmenntakennara. Hún hefur kennt nýsköpun, fata- og textílgreinar við FB síðan 2010. Hún er mikil áhugmanneskja um frí forrit og tæknilausnir og kom að innleiðingu Fablab Reykjavíkur sem staðsett er í FB. Einnig hefur hún kennt Fablab námskeið fyrir nemendur og kennara. Hún hefur tekið þátt í Evrópskum samstarfsverkefnum síðan 2014 og eTwinning síðan 2019. 

eTwinning sendiherra fyrir leikskólakennara

Unnamed
Patricia Segura Valdes
, Leikskólinn Lækur.

Netfang: patriciasvaldes@gmail.com
Sími: 662 2849

Patricia er eTwinning sendiherra fyrir leikskólasvið með sérstaka áherslu á höfuðborgasvæðið. Leikskólakennarar víðs vegar um landið geta verið í sambandi við hana. Hún er með M.A. frá  Menntavísindasviði með áherslu á sérkennslu og hefur til viðbótar BA í íslensku og spænsku frá HÍ. Hún hefur kennt í framhaldsskóla og sá um fullorðinsfræðslu í Mími í 20 ár. Hún starfar sem sérgreinastjóri hjá Leikskólanum Læk þar sem hún byrjaði að vinna með eTwinning. Hún hefur tekið þátt í mörgum verkefnum í samstarfi við mismunandi lönd frá 2019.

eTwinning sendiherra á Norðurlandi eystra

Sigurður Freyr Sigurðarsson Sigurður Freyr Sigurðarson, Þelamerkurskóla, Akureyri.
Netfang: bibbi@akmennt.is
Sími: 462 2588

Sigurður sér um tölvur skólans, er umsjónarkennari í 10. bekk og kennir íslensku, stærðfræði, náttúrufræði og lífsleikni. Auk þess sér hann um valgreinarnar eTwinning og gerð myndbanda. Sigurður hefur tekið þátt í eTwinning síðan 2006.

eTwinning sendiherra á Norðurlandi vestra

Álfhildur Leifsdóttir, Árskóla, Sauðárkróki 
Netfang: alfhildur arskoli.is
Sími: 692 5666

Álfhildur er umsjónarkennari á unglingastigi og kennir öll hefðbundin fög þar ásamt forritun. Hún hefur kennt við Árskóla í 10 ár og tekið þátt virkan þátt í tækni innleiðingu þar.  Álfhildur hefur tekið þátt í eTwinning verkefnum, Erasmus+ verkefnum og annars konar samvinnuverkefnum við erlenda skóla síðastliðin ár. 

eTwinning sendiherra á Suðurlandi

Mar_cropMár Ingólfur Másson, Vallaskóla, Selfossi 
Netfang: mar@vallaskoli.is
Sími: 480 5800

Már sér um tækjamál í skólanum og hefur verið að vinna að innleiðingu snjalltækja í námi frá 2012. Hann er umsjónarkennari á elsta stigi og kennir í þverfaglegu kennarateymi.  Már hefur kennt á öllum stigum grunnskóla og í framhaldsskóla.  Hann hefur tekið þátt í Erasmus+ og eTwinning verkefnum frá 2015. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica