eTwinning verður nú European School Education Platform
eTwinning fer yfir í European School Education Platform
Um þessar mundir eru eTwinning og School Education Gateway að sameinast yfir í vettvanginn European School Education Platform. Breytingin er ætluð til þess að gera eTwinning nútímalegri auk þess að bæta tengingu milli School Education Gateway og eTwinning. Nafnið eTwinning og grunn hugmyndin um hvernig samstarfið virkar heldur sér. Við biðjum notendur um að sýna þolinmæði varðandi tilfærsluna og hvetjum þá til að skrá sig á nýja vefinn.
Leiðbeiningar eru hér að neðan varðandi það.
Staðan er hreinlega þannig að tilfærslan hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig og því er nýi vefurinn enn þá ekki fullbúinn. Það er ákveðin virkni til staðar en notendur geta fyrst um sinn ekki gert ráð fyrir því að vefurinn gangi jafn smurt og fyrri eTwinnig vefurinn gerði.
Upprunalega eTwinning, vettvangurinn sem notendur þekkja, verður aðgengilegur út 15. september. Breytingin frá eTwinning yfir í ESEP kemur til að frumkvæði Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Þrátt fyrir þetta erum við hjá landskrifstofu eTwinning á Íslandi bjartsýn á breytingarnar.
Hér er slóðin á ESEP og skráningu.Það sem kennarar og notendur þurfa að vita:
- Mælst er með því að notendur skrá sig með sama netfangi (e-mail) og þeir notuðu upprunalega í eTwinning. Með því að gera það færast notenda upplýsingar á milli eTwinnig og ESEP
- Ef notendur hafa ekki aðgengi að sama netfangi skal senda skilaboð á etwinning@rannis.is og við framlengjum upplýsingum á miðlægu eTwinning skrifstofuna. Þá yfirfærast upplýsingarnar ykkar yfir á European School Education Platform
Hvaða upplýsingar færast yfir?
- Contacts: (tengiliðir) færast ekki yfir. Sjá leiðbeiningar um leit hér að neðan
- Projects: (verkefni) Þau verkefni sem stofnuð voru eftir 1. júlí 2018 færast yfir. Annað ekki. Við hvetjum notendur til að ná í efni úr eldri verkefnum í gegnum eldri eTwinning vettvanginn ef þeir vilja ekki missa eldra efn.
- Groups: (hópar) Færast yfir
- Badges: (verðlaun) Hvers kyns viðurkenningar
Allt sem kemur fram hér er sett fram með fyrirvara um að staðan getur breyst út frá upplýsingum frá CSS, miðlægri stjórn eTwinning og Framkvæmdastjórn Evrópuráðsins.
https://school-education.ec.europa.eu/en - á þessari slóð er hægt að skrá sig í nýja eTwinning en mikilvægt er að notendur notir sama netfang og notað var í upprunalega eTwinning aðganginn. Þá ætti allt efni að flytjast yfir. Ef að þú hefur ekki lengur aðgang að því netfangi, eða þú hefur fengið nýtt, skal senda upplýsingar um nýja og eldri eTwinning prófílinn á etwinning@rannis.is. Við förum með upplýsingarnar lengra og þá eiga allar eldri upplýsingar á eTwinnig að færast yfir.
https://www.etwinning.net/en/pub/european-school-education-plat.htm - hérna er ýmsum spurningum svarað um nýja eTwinning vefinn.
https://www.etwinning.net/en/pub/newsroom/highlights/create-an-eu-login-account.htm - hér eru skref fyrir skref leiðbeiningar fyrir stofnun EU account, sem er nauðsynlegur til að nota við nýja platformið.