Nýverið bauðst íslenskum kennurum að taka þátt í ráðstefnum í Möltu og Finnlandi.
Ráðstefnan í Möltu
Sótt um hér: https://forms.gle/tmuVpgTm8wik2GKN9
Íslenskum eTwinning kennurum býðst að taka þátt í eTwinning ráðstefnu í Möltu.
Þemað er ársþema eTwinning - Wellbeing in schools. Þema ráðstefnunnar er því miðuð að heilsu nemenda og kennara í heild sinni - líkamlegri og andlegri.
Ráðstefnan er haldin af eTwinning skrifstofunni í Möltu en þar munu koma saman kennarar frá Búlgaríu, Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi, Íslandi, Kýpur, Finnlandi og Austurríki meðal annars. Auk þess verða þar kennarar frá Möltu.
Meðal annars verða fyrirlestrar um hvernig á að nota gervigrein í kennslustofunni auk hvers kyns vinnustofa sem tækla eTwinning frá öllum vinklum. Sem hluti af ferðinni er menningarleg leiðsögn og matur.
Ráðstefnan er þrír dagar í heild frá fimmtudegi 23. til laugardagsins 25. mars. Kennarar fljúga út degi áður og heim degi seinna. Hægt er að finna aðrar ferðaráðstafanir kjósi þátttakendur svo
Þar munu kennarar vinna saman að hugmyndum að eTwinning verkefnum í vinnustofum ásamt því að kynnast starfsháttum og hugmyndum frá öðrum löndum. Ekki er nauðsynlegt að hafa mikla reynslu af eTwinning.
Ráðstefnan er kjörið tækifæri fyrir íslenska grunnskólakennara til að kynnast starfsháttum samkennara sinna í Evrópu. Auk þessu eru mikil tækifæri til tengslamyndunar, hugmyndir að eTwinning verkefnum ásamt miklum starfsþróunarmöguleikum.
Ráðstefnu vettvangurinn hefur enn ekki verið gefinn út af landskrifstofu Möltu en dagskrá liggur fyrir hendi.
Frestur er út föstudaginn 15. mars.
Ráðstefnan
- Hvenær? 23.-25. maí 2024.
- Hvar? Möltu
- Fyrir hverja? Grunnskólakennarar sem notast við eTwinning
- Tungumál: Enska
- Fjöldi frá Íslandi: Fjórir
- Reynsla af eTwinning? Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna í eTwinning
- Ferðastyrkur: Allt er greitt af íslensku eTwinning landskrifstofunni. Flug og lestarfargjöld. Einnig gistikostnaður og matarkostnaður yfir ráðstefnudaga.
- Skilyrði: Að kynna eTwinning og segja frá ráðstefnunni í skólanum. Dagskráin inniheldur vinnustofur og tengslamyndun. Skrif á stuttri ferðasögu til landskrifstofu eTwinning.
Sótt um hér: https://forms.gle/DEjv4cS4C2PGYm9G9
Nýverið bauðst íslenskum eTwinning kennurum að taka þátt í andrasískri eTwinning ráðstefnu í Finnlandi.
Ráðstefnan er haldin af finnsku eTwinning skrifstofunni en þar munu koma saman kennarar frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Íslandi, Finnlandi auk Niðurlandanna þriggja.
Aðalþema ráðstefnunnar er að vinna gegn fordómum - eTwinning seminar for anti-racist educators
Meðal annars verða fyrirlestrar um hvernig á að tækla fordóma í kennslustofunni auk hvers kyns vinnustofa sem tækla eTwinning frá öllum vinklum. Sem hluti af ferðinni er göngutúr með leiðsögn um borgina Espoo.
Ráðstefnan er þrír dagar í heild frá 22. til 24. apríl (miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur). Þar munu kennarar vinna saman að hugmyndum að eTwinning verkefnum í vinnustofum ásamt því að kynnast starfsháttum og hugmyndum frá öðrum löndum.
Frestur er út fimmtudaginn 11. mars.
Allar frekari upplýsingar má finna hér: https://www.oph.fi/en/events/2024/etwinning-seminar-anti-racist-educators
Ráðstefnan
- Hvenær? 22.-24. apríl 2024
- Hvar? Espoo, Finnlandi
- Fyrir hverja? Grunnskólakennarar sem notast við eTwinning
- Tungumál: Enska
- Fjöldi frá Íslandi: Fjórir
- Reynsla af eTwinning? Fyrir kennara sem hafa ágætis þekkingu á eTwinning
- Ferðastyrkur: Allt er greitt af íslensku eTwinning landskrifstofunni. Flug og lestarfargjöld. Einnig gistikostnaður og matarkostnaður yfir ráðstefnudaga.
- Skilyrði: Að kynna eTwinning og segja frá ráðstefnunni í skólanum. Dagskráin inniheldur vinnustofur og tengslamyndun. Skrif á stuttri ferðasögu til landskrifstofu eTwinning.
Sótt um hér: