Nýverið hlutu tólf íslenskir kennarar viðurkenningar fyrir vel unnin verkefnin, svokallað eTwinning quality label. Þá fengu þrír skólar viðurkenninguna 'eTwinning skóli' fyrir vel unnin störf síðustu misseri.
Nýverið fór fram evrópsk verðlaunaafhending þar sem tólf íslenskir kennarar hlutu alls þrettán gæðamerki eTwinning. Gæðamerkið heitir eTwinning Quality Label og geta kennarar sótt um fyrir verkefni sín ár hvert. Þá fengu þrír skólar nafnbótina 'eTwinning skóli' og gengu í hóp þrettán skóla hér á landi sem hafa fengið viðurkenninguna.
Athöfnin var haldin á Kex Hostel en auk þess voru veitt evrópsk nýsköpunarverðlaun og Evrópumerkið. Verzlunarskóli Íslands hlaut nýsköpunarverðlaunin fyrir „Technology in Education and Every Day Life – The Path to Digital Citizenship“. Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag frá Háskólasetrinu á Vestfjörðum hlaut Evrópumerkið sem veitt er til framúrskarandi tungumálaverkefnis annað hvert ár.
Þessir kennarar hlutu gæðamerki eTwinning:
Þessir skólar fengu viðurkenningu sem eTwinning skólar:
Frá 2021 hafa nú fjórtán skólar fengið viðurkenninguna. Þeir skólar sem hafa fengið hana fá aðgengi að starfsþróunarmöguleikum og ráðstefnum. Grunnskóli Bolungarvíkur og Selásskóli hafa áður hlotið viðurkenninguna. Hér eru aðrir skólar sem hafa hlotið viðurkenninguna.:
Leikskólar: Heilsuleikskólinn Skógarás, Leikskólinn Furugrund og Leikskólinn Holt.
Grunnskólar: Grunnskóli Vestmannaeyja, Hrafnagilsskóli, Brekkubæjarskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur, Hamraskóli, Norðlingaskóli, Selásskóli og Setbergsskóli.
Framhaldsskólar: Flensborgarskólinn og Verzlunarskóli Íslands.