Kennarar í íslenskum skólum hljóta eTwinning gæðamerki fyrir framúrskarandi verkefni

3.12.2024

Á þessu ári hlutu sex íslenskir kennarar gæðamerki eTwinning fyrir framúrskarandi eTwinning verkefni, með alls sex National Quality Label (NQL) og fimm European Quality Label (EQL). Þessi gæðamerki eru veitt til að viðurkenna fagmennsku, nýsköpun og gæði alþjóðlegra samstarfsverkefna í menntakerfinu. Stóru-Vogaskóli fær viðurkenningu fyrir besta eTwinning verkefnið árið 2024. 

National Quality Label (NQL)

National Quality Label er fyrsta stigið í viðurkenningarkerfi eTwinning. Það er veitt af landskrifstofunni til kennara sem hafa sýnt framúrskarandi vinnu í eTwinning verkefnum sínum. Viðmið fyrir NQL eru meðal annars góð verkefnastjórnun, skapandi kennsluaðferðir, og virk þátttaka nemenda.

Kennarar sem hlutu National Quality Label 2024:

  1. Guðbjörg Bjarnadóttir, Ingunnarskóli
    Verkefni: The Boat Game 2024

  2. Áslaug Eva Antonsdóttir, Selásskóli
    Verkefni: The Boat Game 2024

  3. Patricia Segura Valdes, Leikskólinn Lækur
    Verkefni: Nordic Water Adventures

  4. Lolita Urboniene, Tækniskólinn
    Verkefni: BOOST YOURSELF - Erasmus Project

  5. Finnur Hrafnsson, Selásskóli
    Verkefni: My Video PenPal

  6. Marc Portal, Stóru-Vogaskóli
    Verkefni: Basta Carbo!

European Quality Label (EQL)

European Quality Label er æðsta stigið í gæðakerfi eTwinning og er veitt þeim verkefnum sem hafa staðist strangar gæðakröfur á evrópskum vettvangi. Landskrifstofur geta tilnefnt ákveðinn fjölda verkefna til evrópska gæðamerkisins. Til þess að fá það verður verkefni a.m.k. að hafa hlotið gæðamerki tveggja landskrifstofa og tilnefningu til evrópska gæðamerkisins frá einni.

Kennarar sem hlutu European Quality Label 2024:

  1. Patricia Segura Valdes, Leikskólinn Lækur
    Verkefni: Nordic Water Adventures

  2. Finnur Hrafnsson, Selásskóli
    Verkefni: My Video PenPal

  3. Marc Portal, Stóru-Vogaskóli
    Verkefni: Basta Carbo! og Europeans by Sea

Stóru-Vogaskóli fær viðurkenningu fyrir eTwinning verkefni ársins 2024

Landskrifstofa eTwinning hefur á sama tíma útnefnt verkefnið Basta Carbo! frá Marc Portal í Stóru-Vogaskóla sem verkefni ársins. Markmið verkefnisins var að þeir nemendurnir, sem voru á aldrinu 13-15 ára, fengu tækifæri til að skoða kolefnisspor sitt og þannig læra að bera virðingu fyrir umhverfinu sínu og sjálbærni. Verkefnið var samstarf milli skóla á Íslandi, Ítalíu og Frakklandi.  Í umsögn matsmanns kom fram að verkefnið væri vel heppnað dæmi þar sem unnið er með eTwinning samhliða Erasmus+ samstarfi, þar sem eTwinning er nýtt til að viðhalda samstarfi og samskiptum á milli ferða. 


Viðurkenning á alþjóðlegu samstarfi

eTwinning gæðamerkin eru mikilvæg viðurkenning á góðri vinnu kennara og skóla sem nýta eTwinning vettvanginn til að efla alþjóðlega samvinnu og skapa spennandi námsupplifanir fyrir nemendur. Með því að sækja um NQL fá kennarar tækifæri til að vekja athygli á verkefnum sínum innan lands, en EQL veitir alþjóðlega viðurkenningu sem sýnir fram á gæði og fagmennsku verkefnanna.

Við óskum kennurum og skólunum innilega til hamingju með árangurinn og vonumst til að sjá fleiri íslenska kennara taka þátt í eTwinning verkefnum í framtíðinni. Þetta alþjóðlega samstarf skilar bæði kennurum og nemendum ómetanlegum tækifærum til að læra, vaxa og styrkja tengsl við jafnaldra í Evrópu. 

Meira um verðlaun og viðurkenningar eTwinning








Þetta vefsvæði byggir á Eplica