Langar ykkur að verða eTwinning skóli? Umsóknarfrestur til 10. febrúar!

21.1.2025

Nú er umsóknarferlið um eTwinning School Label opið og stendur til 10. febrúar kl. 23:59 CET. Þetta er einstakt tækifæri fyrir skóla sem vilja efla sig í alþjóðlegu samstarfi og upplýsingatækni.

Á Íslandi hafa margir skólar verið virkir sem eTwinning skóla og nú síðast voru það Grunnskóli Bolungarvíkur, Selásskóli og Ingunnarskóli sem hlutu þessa viðurkenningu. 

 

Hvað felst í því að verða eTwinning skóli?

Að gerast eTwinning skóli er liður í skólaþróun og veitir fjölmörg tækifæri fyrir starfsfólk og nemendur. Skólar sem hljóta viðurkenninguna:

  • Eflast í notkun upplýsingatækni og alþjóðasamstarfi.
  • Styrkja starfsþróun kennara og skólastjórnenda.
  • Mynda tengsl við aðra eTwinning skóla í Evrópu og verða hluti af evrópsku samstarfsneti.
  • Fá aðgang að fjölbreyttum námskeiðum og vinnustofum fyrir starfsþróun.
  • Eru sýnilegri í skólasamfélagi eTwinning og skapa sér sérstöðu í alþjóðasamstarfi.

Skilyrði til að sækja um eTwinning skóla viðurkenningu

Til þess að geta sótt um þarf skólinn að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  1. Skólinn þarf að hafa verið skráður í eTwinning í að lágmarki tvö ár.
  2. Að lágmarki tveir kennarar í skólanum þurfa að vera virkir í eTwinning.
  3. Að minnsta kosti einn kennari við skólann þarf að hafa tekið þátt í eTwinning verkefni sem hefur hlotið gæðamerki (National Quality Label) á síðustu tveimur árum.

Viðurkenningin gildir í tvö ár, en hægt er að endurnýja viðurkenninguna að því tímabili loknu. 

Umsóknarferli og nánari upplýsingar

Umsóknarferlið er nú í fullum gangi og skólar sem uppfylla skilyrðin eru hvattir til að sækja um fyrir 10. febrúar. Nánari upplýsingar um kröfur og umsóknarferlið er að finna hér: eTwinning School Label

Við hlökkum til að sjá fleiri íslenska skóla taka þátt og fagna því að verða hluti af þessu spennandi evrópska neti skóla sem deila gildum um samvinnu, nýsköpun og inngildingu!








Þetta vefsvæði byggir á Eplica