Ráðstefnutækifæri - Norræn ráðstefna í Stokkhólmi

5.7.2024

Dagana 11.-13. september 2024 verður haldin norræn eTwinning ráðstefna undir yfirskriftinni "Vellíðan í skólanum".

Ráðstefnan er hugsuð fyrir kennara í framhaldsskólum og eldri bekkjum grunnskólans og fer fram á skandinavísku en í boði verður stuðningar á ensku fyrir þá sem þurfa. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi einhverja reynslu af eTwinning. 

Frestur til að sækja um er út fimmtudaginn 8. ágúst næstkomandi.

Sækja um á Norrænu eTwinning ráðstefnuna

Ráðstefnan er þrír dagar, frá hádegi 11. september til hádegis 13. september (miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur). Þar munu kennarar vinna saman að hugmyndum að eTwinning verkefnum í vinnustofum ásamt því að kynnast starfsháttum og hugmyndum frá öðrum löndum.

Ráðstefnan er kjörið tækifæri fyrir íslenska kennara til að kynnast starfsháttum samkennara sinna í Evrópu. Auk þessu eru mikil tækifæri til tengslamyndunar, hugmyndir að eTwinning verkefnum ásamt miklum starfsþróunarmöguleikum.

Ráðstefnu vettvangurinn er Stokkhólmur. Auk dagskrá í gegnum vinnustofur og fyrirlestra verður farið í menningarferð um borgina.

Ráðstefnan

  • Hvenær? 11.-13. september 2024
  • Hvar? Stokkhólmi, Svíþjóð
  • Fyrir hverja? Framhaldsskólakennara og kennara í eldir bekkjum grunnskóla sem notast við eTwinning
  • Tungumál: Skandinavíska (stuðningur í boði á ensku)
  • Fjöldi frá Íslandi: Fjórir
  • Reynsla af eTwinning? Já er fyrir kennara sem hafa einhverja þekkingu á eTwinning
  • Ferðastyrkur: eTwinning landskrifstofan greiðir flug ásamt gistikostnaði og matarkostnaði yfir ráðstefnudaga
  • Skilyrði: Að kynna eTwinning og segja frá ráðstefnunni í þínum skóla að heimsókn lokinni, auk þess að skrifa stutta ferðasögu til landskrifstofu eTwinning







Þetta vefsvæði byggir á Eplica