Ráðstefnutækifæri - norrænt samstarf í Bergen

6.3.2023

Nýverið bauðst íslenskum grunnskólakennurum að taka þátt í eTwinning ráðstefnu í Bergen. Norrænt samstarf í gegnum eTwinning verður þar í fyrirrúmi

Um þessar mundir býðst íslenskum kennurum að taka þátt í eTwinning ráðstefnum. Fram undan er ráðstefna í Bergen þar sem norrænt samstarf er í fyrirrúmi. Öll ráðstefnan og gjöld tengd henni er greidd af íslensku eTwinning landskrifstofunni.

Ráðstefnan er haldin af norsku eTwinning skrifstofunni en þar munu koma saman kennarar frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og Finnlandi.Aðalþema ráðstefnunnar er hið árlega þema eTwinning í ár - Innovation and Education. Meðal annars verða fyrirlestrar um hvernig á að tækla fordóma í kennslustofunni auk hvers kyns vinnustofa sem tækla eTwinning frá öllum vinklum. Sem hluti af ferðinni er göngutúr með leiðsögn um Bergen.

Sækja um: https://forms.gle/wGMP75fu7bViZBtJ9
Ráðstefnan er þrír dagar í heild frá 22. til 24. mars (miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur). Þar munu kennarar vinna saman að hugmyndum að eTwinning verkefnum í vinnustofum ásamt því að kynnast starfsháttum og hugmyndum frá öðrum löndum.

Umsóknarfrestur: 8. mars.


Ráðstefnan er kjörið tækifæri fyrir íslenska grunnskólakennara til að kynnast starfsháttum samkennara sinna í Evrópu. Auk þessu eru mikil tækifæri til tengslamyndunar, hugmyndir að eTwinning verkefnum ásamt miklum starfsþróunarmöguleikum.
Ráðstefnu vettvangurinn er Thon hótelið í Bergen. Auk dagskrá í gegnum vinnustofur og fyrirlestra verður farið í menningarferð um borgina.

Ráðstefnan er kjörið tækifæri fyrir íslenska grunnskólakennara til að kynnast starfsháttum samkennara sinna í Evrópu. Auk þessu eru mikil tækifæri til tengslamyndunar, hugmyndir að eTwinning verkefnum ásamt miklum starfsþróunarmöguleikum.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica