Skráningarátak eTwinning

Vikuna 4. til 11. september

4.9.2023

Landskrifstofa eTwinning stendur fyrir skráningarátaki eTwinning á nýju skólaári. Kennarar eiga kost á vinningum fyrir sig og sinn skóla.

Í dag hefst skráningarátak eTwinning og stendur út vikuna. eTwinnig er evrópskt samstarf þar sem kennarar vinna að stuttum og skemmtilegum verkefnum sem brjóta upp skólastarfið.

Í eTwinning geta kennarar fundið samstarfsskóla, jafnt frá Finnlandi, Jórdaníu og Portúgal, auk þess sem að þeim býðst upp á að fara á ráðstefnur erlendis. Þá eru í hverri viku starfsþróunarviðburðir, svo sem vinnustofur þar sem farið er yfir hvernig hægt er að nota gervigreind eða útikennslu í starfi.

Þeir kennarar sem skrá sig í eTwinning í vikunni 4. september til og með 11. september eiga kost á því að vinna gjafabréf fyrir tvö í lúxusböð að eigin vali, hvort sem er Sky Lagoon, GeoSea eða Vök – það sem hentar þeim aðila best. Dregið verður út þriðjudaginn næstkomandi, 12. september. Þá fær skóli viðkomandi aðila einnig glaðning sem nýtist nemendum.

Skráning hér: https://school-education.ec.europa.eu/en/etwinning

Hér má finna allar frekari upplýsingar: www.etwinning.is

Í ár sendir íslenska landskrifstofan kennara til Líbanón, Lúxembúrg og á næsta ári til Georgíu, Noregs, Möltu og Finnlands. Þeir kennarar sem stofna til verkefnis, eða ganga í verkefni út september eiga möguleika á að velja ráðstefnu að eigin vali á komandi misserum. Einn kennari verður valinn af handahófi af þeim kennurum sem stofna til verkefnis.

Hafið samband við landskristofu eTwinning á Íslandi (johann@rannis.is) eða sendiherra á þínu svæði, ef frekari spurningar vakna.

Kennarar sem eru nú þegar skráðir í eTwinning, eða hafa verið áður skráðir og endurskrá sig nú, eiga einnig kost á verðlaunum.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica