Skráningarátaki eTwinning lokið!

18.10.2024

  • Skraningaratak-etwinning-urslit

Á hverju ári stendur eTwinning fyrir skráningarátaki til að hvetja kennara til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Nú hefur verið dregið að handahófi úr þeim hópi kennara sem skráðu sig í eTwinning í átökunum 2023 og 2024.

Skráningarátak eTwinning, sem stóð yfir frá 15. september til 15. október 2024, lauk með þátttöku fjölda kennara víðsvegar um Ísland. Þetta árlega átak er ætlað til að hvetja kennara til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi í gegnum eTwinning , þar sem þeir geta tengst kennurum frá öðrum Evrópulöndum og unnið saman að skapandi verkefnum.

Tveir kennarar voru dregnir út af handahófi af þeim sem skráðu sig, einn úr skráningarátakinu í september 2023 og annar úr nýafstöðnu átaki. Þetta voru þær Tinna Ástrún Grétarsdóttir deildarstjóri við Hörðuvallaskóla sem skráði sig í eTwinning þann 5. september 2023 og Sandra Grettisdóttir kennari við Selásskóla sem skráði sig þann 25. september 2024. Þær fá nú gjafabréf í lúxusböð að eigin vali. 

Við viljum þakka öllum kennurum sem tóku þátt og hvetjum þá sem hafa áhuga á alþjóðlegu samstarfi að halda áfram að nýta eTwinning til að þróa nýjar hugmyndir og lausnir fyrir skólastarfið.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica