Tækifæri fyrir eTwinning kennara: Ráðstefnur í Sarajevo og Tallinn!

30.8.2024

Ertu kennari í framhaldsskóla, starfsmenntaskóla, leikskóla eða grunnskóla með reynslu af eTwinning? Þá er þetta einstakt tækifæri fyrir þig! eTwinning á Íslandi býður upp á tvö ótrúleg tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegum ráðstefnum í haust – ein í Sarajevo, Bosníu og Hersegovínu, og önnur í Tallinn, Eistlandi.

Ráðstefna í Sarajevo – Fyrir framhaldsskóla- og starfsmenntakennara

  • Hvenær: 7.-9. nóvember 2024
  • Hvar: Sarajevo, Bosnía og Hersegovína
  • Kostnaður: Ferðakostnaður og uppihald eru að fullu greidd af eTwinning á Íslandi
  • Umsóknarfrestur: 20. september 2024

Þessi ráðstefna er tilvalin fyrir kennara sem vilja hitta aðra frá öllum heimshornum, deila reynslu og góðum dæmum úr skólastarfinu, og hefja ný alþjóðleg samstarfsverkefni í gegnum eTwinning. 

Umsóknarform fyrir ráðstefnuna í Sarajevo

Ráðstefna í Tallinn – Fyrir leikskóla- og grunnskólakennara

  • Hvenær: 17.-19. október 2024
  • Hvar: Tallinn, Eistlandi
  • Kostnaður: Ferðakostnaður og uppihald eru að fullu greidd af eTwinning á Íslandi
  • Umsóknarfrestur: 13. september 2024

Á ráðstefnunni í Tallinn færð þú tækifæri til að hitta aðra kennara, deila reynslu, og fá innblástur til nýrra verkefna. 

Umsóknarform fyrir ráðstefnuna í Tallinn.

Við höfum aðeins eitt pláss í boði á hvora ráðstefnu, svo ekki bíða með að sækja um ef þú hefur reynslu af eTwinning og hefur tekið þátt í að minnsta kosti einu verkefni áður. Kennarar sem ekki hafa tekið þátt í erlendum viðburðum af þessu tagi á vegum Rannís eða eTwinning síðastliðin tvö ár hafa forgang.

Við hvetjum alla kennara sem hafa áhuga á alþjóðlegu samstarfi og nýsköpun í kennslu til að sækja um! Þetta er einstakt tækifæri til að efla þekkingu og tengslanet og fá nýjar hugmyndir til að taka með sér heim í skólastarfið.

Ekki láta þetta einstaka tækifæri fram hjá þér fara – sæktu um strax!








Þetta vefsvæði byggir á Eplica