Umsóknarfrestur um eTwinning National Quality Label

11.10.2024

Frestur til að sækja um gæðaviðurkenningu eTwinning, National Quality Label, verður til 10. nóvember 2024. Við hvetjum öll sem staðið hafa fyrir vel heppnuðu verkefni að sækja um. 

eTwinning National quality Label er leið til að vekja athygli á vel unnum verkefnum og sjá til þess að verkefnin og verkefnastjórar þeirra fái gæðaviðurkenningu er Quality Label, sem er bæði gefin fyrir verkefni innanlands og fyrir evrópsk verkefni. Landskrifstofa eTwinning óskar nú eftir umsóknum um innlenda gæðaviðurkenningu á verkefnum árið 2024. Umsóknin fer fram á eTwinning. 

Innlenda viðurkenningin, National Quality Label, er merki sem veitt er kennurum og verkefnum þeirra. Hægt er að sækja um allt árið, en óskað er sérstaklega eftir umsóknum einu sinni á ári áður en farið er yfir umsóknir og viðurkenningar veittar í kjölfarið. 

Lokafrestur til að sækja um í ár er 10. nóvember. 

 

Til þess að hljóta gæðaviðurkenningu þarf verkefnið að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 

  • -Verkefnið þarf að hafa sameiginlegt markmið og áætlun
  •  Verkefninu skal vera lokið eða að ljúka
  •  Kennarar og nemendur hafa lagt sitt af mörkum til verkefnisins
  •  Innan verkefnisins hefur farið fram skipulagt samastarf
  •  Niðurstöðum verkefnisins hefur verið dreift víðar

Hér er hægt að lesa nánar um National Quality Label gæðaviðurkenninguna. 

Að muna!

  • Þú sækir um stafrænt á eTwinning.
  • Kerfið vistar ekki textann þinn fyrr en þú hefur sent hann inn. Skrifaðu því textann þinn í annað skjal fyrst til að vera viss um að vista upplýsingarnar þínar. 
  • Þú getur breytt umsókninni eftir að þú hefur sent hana inn.
  • Gæðamerkið er veitt kennaranum og er persónulegt.
  • Gæðamerkið er forsenda þess að verða tilnefndur til European Quality Label til að geta tekið þátt í evrópsku eTwinning-keppninni og til að taka sjálfkrafa þátt í íslensku eTwinning-keppninni.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica