Umsóknarfrestur í ár er 20. júní fyrir eTwinning Quality Label.
Auðvelt er að sækja um gæðamerki fyrir verkefni inni á eTwinning vefnum en hér er hægt að finna nánari leiðbeiningar. Hver og einn kennari í verkefni þarf að sækja sérstaklega um gæðamerki, þar sem þau eru veitt til einstaklinga en ekki verkefnisins í heild. Hægt er að senda umsóknirnar inn á íslensku.
Sótt er um gæðamerki fyrir verkefni sem er lokið eða eru á lokastigum. Umsóknir eru fylltar út á eTwinning Live svæðinu undir „Projects.“ Landskrifstofa eTwinning á Íslandi fer yfir íslenskar umsóknir en allar umsóknir verða að vera yfirfarnar fyrir ákveðinn frest að hausti sem auglýstur er inni á eTwinning síðunni.
Til þess að eiga kost á gæðamerki þarf verkefnið að uppfylla ákveðin skilyrði
Séu þessi atriði til staðar fer fram mat á verkefninu í eftirfarandi flokkum:
Við hvetjum öll til að sækja um gæðamerki fyrir verkefni sem hafa uppfyllt skilyrðin hér að ofan. Nánari upplýsingar á eTwinning.is.Meginmál