Netöryggi og netvenjur

Welcome_mynd_cropTwinSpace - öruggt umhverfi fyrir nemendur

Öll eTwinning verkefni fá verkvang til halda utan um samstarfið: TwinSpace . Hægt er að bjóða nemendum þar inn. Inn á TwinSpace geta þeir átt í samskiptum sín á milli, t.d. með pósti og spjalla. Aðeins þeir kennara sem standa að verkefninu hafa aðgang að svæðinu með lykilorði. TwinSpace er því öruggt svæði fyrir nemendur. 

eTwinning Live - aðeins kennarar og skólafólk

Samfélagið eTwinning Live, þar sem hver kennari er með eigin síðu, er einskonar samfélagmiðill. En ólíkt flestum slíkum er hann eingöngu fyrir kennara og skólafólk og ætlaður í fagleg samskipti. Því er réttara að kalla eTwinning Live starfssamfélag (community of practice). Það er hlutverk landskrifstofa eTwinning (það er ein í hverju þátttökulandi) að gæta þess að aðeins kennarar og starfsmenn skóla fái aðgang að eTwinning Live. Hér á landi sinnir Rannís því hlutverki.

Góð samskipti á TwinSpace og eTwinning Live

Mikilvægt er að samskipti nemenda inn á TwinSpace séu undir handleiðslu kennara og að samkomulag sé á milli þeirra sem standa að verkefninu um hvernig þeim skuli háttað. Einnig skiptir máli að kennarar sýni gott fordæmi og muni að samstarfsaðilarnir hafa ólíkan bakgrunn. Þetta á líka við um eTwinning Live þar sem þátttakendur koma frá fjölmörgum löndum. Að lokum gildir almenn kurteisi og að sjálfsögðu er lagt blátt bann við fjölpósti (spam) og meiðandi orðræðu (hægt er að tilkynna slíka hegðun).

Hópur um netöryggi inn á eTwinning Live

Inn á eTwinning Live er líflegur hópur tileinkaður netöryggi með sérstaka áherslu á eTwinning verkefni: Bringing eSafety into eTwinning Projects . Hópurinn er vettvangur þar sem kennarar geta deilt þekkingu sinni og reynslu um netöryggi í kennslu og samstarfi.

Heilræði hjá SAFT

SafteTwinning hefur lengi unnið með SAFT, verkefni Heimilis og skóla um samfélag, fjölskyldu og tækni. Hjá SAFT má nálgast gagnlegar upplýsingar, t.d. um samskipti á netinu, netheilræði, birting upplýsinga og myndefnis af börnum, og höfundarrétt .









Þetta vefsvæði byggir á Eplica