Veittar eru viðurkenningar fyrir góð og vel unnin samstarfsverkefni. Þessar viðurkenningar eru hugsaðar til þess að umbuna kennurum fyrir vel heppnuð verkefni og auðvelda skólum að vekja athygli á árangri sínum. Fyrsta skrefið er að sækja um gæðamerki landskrifstofunnar.
Verkefnum sem er lokið eða eru á lokastigum geta sótt um gæðamerki (National Quality Label). Sótt er um á eTwinning Live svæðinu undir „Projects.“ Umsóknarfrestur er á haustin og er auglýstur á heimasíðu eTwinning.
Í verkefninu þurfa að liggja til grundvallar sameiginleg markmið og áætlun
Séu þessi atriði til staðar fer fram mat á verkefninu í eftirfarandi flokkum:
Landskrifstofur geta tilnefnt ákveðinn fjölda verkefna til evrópska gæðamerkisins. Til þess að fá það verður verkefni a.m.k. að hafa hlotið gæðamerki tveggja landskrifstofa (sjá að ofan) og tilnefningu til evrópska gæðamerkisins frá einni.
Verkefni sem hljóta evrópska gæðamerkið geta tekið þátt Evrópuverðlaunum eTwinning. Umsóknarfrestur er á haustin og er auglýstur hér á heimasíðu eTwinning. Evrópuverðlaunin eru veitt við hátíðlega athöfn einhversstaðar í Evrópu. Íslenskir skólar hafa náð góðum árangri í gengum tíðina.