Lærdómnum lýkur ekki við komuna heim. Nemandinn heldur áfram að vinna úr því sem hann upplifði í námslandinu og við þá vinnu getur náms- og starfsráðgjafi verið ómissandi hjálparhella.
Tilgangurinn með vinnunni er að nemandinn geti sett það sem gerðist í námslandinu í samhengi við líf sitt í heild.
· halda í og halda áfram persónulegri þróun. Nemandi erlendis getur notað tækifærið og leyft sér að nýja prófa hluti. Ef þetta eru jákvæðir hlutir sem auka persónulegan þroska hans, er mikið unnið. Náms- og starfsráðgjafi getur veitt honum aðstoð við að halda í hinn jákvæða lærdóm frá námsdvölinni með því að gefa honum færi á að ræða um hana og það hvaða möguleika hún veitir fyrir frekara nám eða starf.
Sú áætlun sem gerð var áður en neminn fór utan myndar gruninn að mati á dvölinni. Þá er farið yfir hvort markmiðin hafa náðst og allir sem komið hafa að málum leggja eitthvað til málanna.
Matið með nemanum gæti innihaldið spurningar eins og:
Hér eru þrenn hugsanleg fylgigögn:
Mikilvægt er fyrir nemandann að setja allt það sem hann upplifði í námsdvöl sinni erlendis í samhengi. Hann getur þurft aðstoð við að orða allar þær hugsanir sem leituðu á hann meðan á dvölinni stóð, öll vandamálin sem hann þurfti að leysa og allar spurningarnar sem vöknuðu.
Þegar heim er komið getur náms- og starfsráðgjafi sem þekkir það land þar sem neminn bjó og menningu þess aðstoðað hann við úrvinnsluna. Leggja þarf áherslu á að neminn er sérfræðingurinn, það var jú hann sem dvaldi í landinu síðast og veit betur en nokkur annar hvað hann upplifði. Náms- og starfsráðgjafinn getur hins vegar lagt sitt af mörkum með því að spyrja réttu spurninganna og reynt með þeim að fá nemann til að hugsa málið frá öllum hliðum. Ferlið snýst ekki um að finna „réttu“ svörin heldur að fá nemann til að hugsa hlutina vandlega.
Varðveisla jákvæðrar reynslu á sér stað á tveimur þrepum:
Bókin The Art of Coming Home eftir Craig Storti (Nicholas Brealey Publishing 2001) hefur vakið töluverða athygli og þykir enn lykilrit á þessu sviði. Í henni er veitt greinargott yfirlit yfir það hvernig það er að snúa heim eftir einhvern tíma erlendis. Höfundurinn fjallar einkum um þá sem hafa unnið erlendis en margt af því sem fram kemur á einnig við um námsmenn. Hann veitir auk þess ýmis ráð um hvernig best sé að bregðast við því menningaráfalli sem kann að felast í því að snúa heim aftur, einkum ef dvölin erlendis var löng. Rannsóknir hafa sýnt að allt að þriðjungur fólks sem hefur unnið erlendis um lengri tíma breytir um starfsvettvang innan við ári eftir heimkomuna.
Það er algengt að þeir sem snúa heim að lokinni langri dvöl erlendis fari í gegnum tímabil þunglyndis og leiða. „Meðferðin“ ætti fyrst og fremst að snúast um að gefa þeim færi á að ræða og vinna með reynslu sína. Ef fjölskyldan og vinirnir eru orðin þreytt á sífelldri umræðu um „útlandið“ er gott að geta rætt við einhvern annan og þar eru náms- og starfsráðgjafar upplagðir aðilar.
Hugsanlega er hægt að efna til hópfunda nemenda sem hafa verið á svipuðum tíma erlendis og/eða snúa heim á sama tíma. Þeir geta þá rætt ólíka reynslu og upplifanir, sýnt hver öðrum myndir og hlegið saman að eigin „heimskupörum“ í öðrum löndum. Svona vinna getur gefist betur ef nemarnir þekkjast áður en þeir leggja af stað og treysta hver öðrum. Þessu til viðbótar er um að gera að hvetja nemendur til þess að komast eins fljótt og unnt er inn í félagslífið aftur. Þeir sem stunduðu íþróttir ættu að byrja strax aftur, jafnvel þótt hæfnin hafi minnkað á meðan þeir voru í burtu.
NÁMS- OG STARFSRÁÐGJÖF FYRIR ÞÁ SEM HYGGJAST Á NÁM EÐA STARF ERLENDIS MÁ SKIPTA Í ÞRENNT:
Upplýsingastofa um nám erlendis aðstoðar nemendur við leit að námi erlendis. Best er að benda þeim á að byrja á að skoða vefinn FaraBara en finnist ekki nægilegar upplýsingar þar er gott að senda tölvupóst með beiðni um aðstoð.