Europass prófíll
Europass-prófillinn
- Þú getur útbúið ókeypis prófíl með Europass þar
sem öll kunnátta þín, menntun, hæfni og reynsla er tekin saman á einum öruggum
stað á netinu.
- Þú getur skráð alla reynslu þína, hvort sem er
starfsreynslu, nám eða þjálfun, tungumálafærni, stafræna færni, upplýsingar um
viðfangsefni þín, reynslu af sjálfboðaliðastörfum og í raun allt það sem þú
hefur fengist við og skiptir þig máli
- Þú getur einnig geymt prófskírteini, meðmælabréf
og önnur skjöl sem lýsa árangri þínum í þínu eigin Europass-skjalasafni
- Prófíllinn getur þú skapað á 30 ólíkum
tungumálum
Hvernig getur þú nýtt þér Europass-prófílinn?
- Með Europass-prófílnum getur þú vandlega
ígrundað áhugasvið þín og markmið
- Notaðu Europass-prófílinn til að hafa yfirsýn
yfir árangur þinn í námi go starfi og gera hann sýnilegan gagnvart núverandi og
framtíðar vinnuveitendum.
- Fáðu tillögur um áhugaverð störf og námskeið sem
hæfa þér.
- Deildu prófílnum þínum með mögulegum
vinnuveitendum og ráðningarskrifstofum til að fá ný atvinnutækifæri
- Deildu prófílnum með menntastofnunum til að fá
upplýsingar um ný námskeið og menntungarmöguleika
- Deildu prófílnum með náms- og starfsráðgjöfum
til að fá sérhæfða ráðgjöf í sambandi við ferilinn þinn
- Útbúðu umsóknir. Þú getur haldið utan um allar
umsóknir og útbúið ferilskrár og fylgibréf, með mismunandi sniðmátum, stíl og
tungumálum.
Búa til Europass prófíl