Rafræn ferilskrá

Mjög auðvelt er að búa Europass ferilskrá á netinu. Best er að byrja á því að búa til prófíl sem síðan er hægt að nota við að búa til ferilskrá sem hentar við hverja starfsumsókn (sjá myndband á ensku með íslenskum texta).

Búa til nýja ferilskrá

 

Sérstaða Europass ferilskrár

  • Í Europass ferilskrána er hægt að skrá fleiri atriði en í hefðbundna ferilskrá. Þar er t.d. skráð tungumálakunnátta, félags- og tæknileg færni, tölvukunnátta, listræn færni og önnur færni sem náðst hefur við leik og störf.
  • Europass ferilskrána má aðlaga að þörfum hvers og eins og hægt er að eyða reitum sem ekki eiga við.
  • Hægt er að breyta röð starfsreynslu og menntunar.
  • Hægt er að búa til Europass ferilskrá á 30 tungumálum.
  • Mjög auðvelt er að uppfæra og þýða Europass ferilskrána.

Myndband þetta leiðir þig í gegnum ferlið við að búa til nýja ferilskrá








Þetta vefsvæði byggir á Eplica