Youth Wiki

Stefnumótun í málefnum ungs fólks í Evrópu

Youth Wiki er upplýsinganet um æskulýðsstefnu Evrópulanda. 

Tilgangur Youth Wiki er að styðja við stefnumótun á sviði æskulýðsmála í Evrópu með því að safna saman upplýsingum um málefni ungs fólks og koma þeim skipulega og greinilega á framfæri til að betur mætti öðlast yfirsýn yfir þennan viðamikla málaflokk. Markmiðið er að Youth Wiki nýtist bæði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og þátttökulöndunum við stefnumótun, svo og þeim sem vilja kynna sér betur stöðu ungmenna í Evrópu og opinbera stefnumótun í málaflokknum í þátttökulöndunum. Nú taka 33 lönd þátt í Youth Wiki, þar á meðal Ísland.

Málefni ungs fólks eru fjölbreytt og snerta margar hliðar samfélagsins. Koma þau fram m.a. í stefnumótun stjórnvalda, lögum og reglugerðum – bæði á efstu stigum stjórnkerfisins sem og á sveitarstjórnarstiginu – og eins í störfum stofnana og félagasamtaka. 

Youth Wiki skiptist í níu kafla þar sem farið er yfir fjölmarga þætti, s.s. sjálfboðaliðastörf ungmenna, samfélagsþátttöku ungmenna í víðu samhengi, heilsu og velferð ungmenna, tækifæri ungmenna til atvinnu og nýsköpunar og stöðu íslenskra ungmenna í alþjóðlegu samhengi.

Í verkefninu er reynt að lýsa efnistökum eins og þeim eru gerð skil á efstu stigum stjórnsýslu Íslands. Því er nær einungis stuðst við lög- og reglugerðir, opinber gögn um stefnumótun í einstaka málaflokkum sem og opinberar skýrslur, auk opinberra upplýsinga frá stofnunum og félagasamtökum eftir því sem við á.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica