Stuðningur vegna stríðsins í Úkraínu

Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) leggja allt kapp á að styðja við fólk frá Úkraínu og öðrum stríðshrjáðum svæðum á þessum erfiðu tímum. Evrópusamstarf hefur í áraraðir unnið að auknum skilningi og samstöðu þvert á landamæri og bakgrunn fólks. Þessi gildi eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr og ber að halda á lofti. Erasmus+ og ESC samfélögin teygja anga sína vítt og breytt um samfélagið: til skóla, háskóla, ungmennafélaga, yfirvalda og svo áfram mætti telja. Víða eru þessir aðilar nú þegar farnir að leggjast út í aðgerðir til stuðnings Úkraínu og gætu nýtt sér þau tækifæri sem Evrópusambandið býður upp á.

Við á Landskrifstofunni höfum hér tekið saman svör við þeim spurningum sem upp kunna að koma meðal umsækjenda og styrkhafa í tengslum við stríðið í Úkraínu. Markmiðið er að koma á framfæri leiðum til að nýta áætlanirnar tvær sem stuðning við nemendur, ungmenni, kennara og aðra sem stríðið hefur haft áhrif á. Síðan verður uppfærð reglulega um leið og nýjar upplýsingar berast frá framkvæmdastjórn ESB.

Ég er með verkefni í gangi sem er styrkt af Erasmus+ eða ESC. Hvernig get ég hjálpað?

Ég ætla að sækja um styrk fyrir Erasmus+ eða ESC á þessu ári. Hvernig get ég hjálpað?

Eru áætlanirnar að gera eitthvað fleira til að leggja hönd á plóg?

Hvernig fer með þátttöku rússneskra aðila í Erasmus+ og ESC?

Vert er að taka fram að átök af þessu tagi geta endurvakið vanlíðan fyrri áfalla. Fólk flýr nú ekki einungis frá Úkraínu heldur einnig Rússlandi vegna andstöðu við stjórnvöld. Einnig eru önnur átök sem eiga sér stað í heiminum og leggur Landskrifstofa áherslu á að bjóða öll velkomin.Að lokum vill Landskrifstofa minna á að þó að staðan hafi áhrif á stóran hluta Íslendinga þurfum við að huga að andlegri líðan okkar svo við getum stutt við þá sem þurfa. Við bendum þeim sem glíma við geðrænar áskoranir á borð við kvíða og streitu að fara á vefsíðu Landlæknis sem veitir góð ráð á álagstímum.Við hvetjum þig að hafa samband ef þig vantar nánari upplýsingar um ofangreind atriði og við finnum út úr þeim saman.

Nánari upplýsingar








Þetta vefsvæði byggir á Eplica