Alla sem vinna í æskulýðsstarfi (youth workers) óháð aldri. Markhópur æskulýðsstarfsins verður að vera ungt fólk á aldrinum 13-30.
Samtök geta sótt um styrki til að framkvæma verkefni sem efla fagþróun æskulýðsstarfsfólks og samtaka þeirra. Með þátttöku í þessum verkefnum getur æskulýðsstarfsfólk aukið eigin færni, lært nýja starfshætti og aukið gæði æskulýðsstarfs almennt. Verkefnið getur varað minnst í 2 daga og mest í 60 daga. Mest geta 50 manns tekið þátt í einu verkefni.
Sótt er um rafrænt á Erasmus+ og ESC torginu. Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferlið á síðunni Leiðbeiningar fyrir umsækjendur.
Að veita starfsfólki í æskulýðsstarfi tækifæri að hitta samstarfsfólk frá öðrum Evrópulöndum, læra eitthvað nýtt og koma til baka enn öflugra starfsfólk. Gert er ráð fyrir að áunnin lærdómsreynsla í verkefninu nýtist í starfi og að hún verði kynnt fyrir öðru starfsfólki sem vinnur í æskulýðsstarfi.
Starfsþróunarverkefni (PDA – Professional Development Activities). Skilyrði úthlutunar er að verkefnið innihald a.m.k. eitt af eftirtöldu:
Félagasamtök, sveitarfélög, stofnanir og óformlegir hópar ungs fólks sem eru virkir í æskulýðsstarfi. Allir samstarfsaðilarnir verða einnig að vera virkir í æskulýðsstarfi.
Lögaðilar og æskulýðsstarfsfólk í þátttökulöndum Erasmus+ áætlunarinnar geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin, EFTA löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Tyrklands, Serbíu og Norður-Makedóníu. Mögulegt er að vinna með aðilum í löndum utan Evrópu og Bretlandi. Þeir geta ekki leitt verkefni en verið fullgildir samstarfsaðilar.
Styrkur tengdur framkvæmd verkefnisins er € 125 á hvern þátttakanda í starfsþróunarverkefni (PDA) en heildaruppihaldsstyrkur getur ekki orðið hærri en € 1.100 á hvern þátttakanda í verkefninu.
Ferðastyrkur sem reiknast eftir vegalengdum í lofti:
Vegalengd |
Hefðbundinn |
Grænn |
10 – 99 km |
€ 28 |
€ 56 |
100 – 499 km |
€ 211 |
€ 285 |
500 – 1999 km |
€ 309 |
€ 417 |
2000 – 2999 km |
€ 395 |
€ 535 |
3000 – 3999 km |
€ 580 |
€ 785 |
4000 – 7999 km |
€ 1188 |
|
8000 km og lengra |
€ 1735 |
Kostnaður vegna verkefnis: Fer eftir því í hvaða landi viðburðurinn verður haldinn. Ef hann er haldinn á Íslandi er hægt að sækja um € 99 fyrir hvern þátttakanda á dag. Þessi upphæð er einnig fyrir ferðadaga fyrir þau lönd sem ferðast til og frá áfangastaðar. Þeir einstaklingar sem velja grænan ferðamáta geta fengið allt að fjóra ferðadaga samþykkta. Einnig er verkefnum veittar €125 fyrir hvern þátttakanda sem á færri möguleika á þátttöku.
Kostnaður vegna fötlunar eða heilsufars: 100% raunkostnaður. Hér gæti verið um að ræða aukakostnað við framkvæmd verkefnis eins og t.d. vegna fylgdarmanns, túlks eða tækja.
Annar kostnaður (exceptional cost):
Vegabréfsáritanir, dvalarleyfi, bólusetningar, læknisvottorð: 100% raunkostnaður
Hár ferðakostnaður: Á við ef upphæð ferðastyrks hér að ofan nægir ekki fyrir 70% af raunkostnaði ferðar. Þá er hægt að sækja um allt að 80% af raunkostnaði vegna ferðalaga. Þetta á við um heildarferðakostnað vegna innanlandsferðar og ferðar erlendis. Ef þessi kostur er valinn er ekki hægt að sækja um ferðastyrkinn sem reiknast eftir vegalengdum.
Undirbúningsheimsókn:
Allt að tveir þátttakendur frá hverjum samstarfsaðila fá €680 til að geta tekið þátt í undirbúningsheimsókn sem þarf að rökstyðja í umsókninni. Þátttakendur sem hýsa undirbúningsheimsókn eru ekki styrktir.
Þróun kerfa og að ná til ungs fólks (system development and outreach):
Hliðaverkefni sem miða að því að auka áhrif verkefnisins á æskulýðsvettvangi og felur í sér þróun kerfa og að ná til ungs fólks. Þau fela í sér þætti sem stuðla að Evrópsku æskulýðsstarfsáætluninni (European Youth Work Agenda) varðandi gæði, nýsköpun og viðurkenningu á æskulýðsstarfi. Þessi hliðarverkefni eru tækifæri fyrir reyndari styrkþega til að reyna nýjar aðferðir og vinnubrögð við sameiginlegum áskorunum vettvangsins. Þetta geta verið hugmyndir sem unnar eru út frá starfsþróunarverkefnum (PDA) og ná út fyrir hugsanlega útkomu úr þeim verkefnum.
Verkefni af þessu tagi geta falið í sér þróun tækja og að deila góðum starfsháttum sem stuðla að frekari þróun æskulýðssamtaka, að ná til ungs fólks og uppbyggingu æskulýðsstarfs innan sveitarfélaga. Þessi verkefni geta farið fram innanlands eða erlendis og kynning niðurstaðna úr hliðarverkefnunum er mun markvissari og hnitmiðaðri en úr hefðbundnum verkefnum.