Námskeið í Evrópu

  • 79823923_749278415574571_916224508304556032_n_1629897557690

Við styrkjum þau sem starfa í æskulýðsgeiranum eða eru virk í félögum ungs fólks til að sækja námskeið á vegum landskrifstofa Erasmus+ víða í Evrópu. Námskeiðin hjálpa þátttakendum að læra um óformlegt nám, skipuleggja Erasmus+ verkefni og starfa með ungu fólki, svo dæmi séu nefnd.

SALTO-YOUTH upplýsingasíðan

Á Salto síðunni má finna yfirlit og dagsetningar námskeiða, tengslaráðstefna og annarra áðstefna fyrir ungt fólk, æskulýðsstarfsfólk og aðra sem vinna með eða fyrir ungt fólk. Athugið að valið sé tækifæri fyrir Ísland (For participants from - Iceland af fellilistanum) til að sjá hvað er í boði fyrir Íslendinga.

Yfirlit yfir námskeið á SALTO síðunni


Kostnaður og endurgreiðslur

Þeir sem fara á námskeið í æskulýðsgeiranum erlendis á vegum Erasmus+, sem haldið er af öðrum landskrifstofum, greiða 10% af ferðakostnaði í þátttökugjald en fá styrk fyrir öllum öðrum kostnaði. Leita skal eftir hagkvæmustu ferðamöguleikum. Þeir þátttakendur sem komast að á námskeiðum erlendis eru beðnir að staðfesta þátttöku sína í tölvupósti til landskrifstofu: Embla.S.Thorolfsdottir@rannis.is .  

Hér getur þú nálgast eyðublað sem er notað þegar óskað er eftir endurgreiðslu á ferðakostnaði. 

Endurgreiðslublað fyrir útlögðum kostnaði

Einnig eru þátttakendur beðnir um að svara rafrænni könnun eftir heimkomu.  

Svara rafrænni könnun

Fari námskeið fram á Íslandi greiða íslenskir þátttakendur 7.500 kr. þátttökugjald. Landsskrifstofa Erasmus+ styrkir aðeins þátttöku á námskeiðum sem birtast á þessari síðu en ekki á öllum námskeiðum sem birtast á The European Training Calendar. Athugið að þátttakendur á námskeiðum verða að vera orðnir 18 ára þegar námskeiðið fer fram, nema annað sé tekið fram. Við veitum líka styrki til samtaka til að skipuleggja sín eigin námskeið. Ef þú villt kynna þér það skaltu fara á síðuna um þjálfun starfsfólks.

 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica