Ungt fólk á aldrinum 13-30 ára. Samtök, sveitarfélög, stofnanir og ungt fólk geta sótt um styrk. Hópur ungs fólks sem sækir um styrk þarf að samanstanda af a.m.k. 4 ungum einstaklingum.
Markmiðið með svona verkefnum er að hvetja ungt fólk til virkni og þátttöku, með áherslu á þátttöku í ákvörðunartöku í málefnum ungs fólks. Verkefnin ættu að miða að því að efla persónulega og félagslega hæfni ungs fólks. Þannig efla þau gildi eins og samstöðu, lýðræði og vináttu og efla persónulega, félagslega, borgaralega og stafræna hæfni til virkrar samfélagsþátttöku.
Þátttökuverkefni (Youth Participation Activities) geta verið t.d. vinnusmiðjur, umræður, hlutverkaleikir, vitundarvakningarherferðir, námskeið, fundir, ráðstefnur, samráð í stefnumótun, upplýsinga- og/eða menningarviðburðir o.fl. Þátttökuverkefni geta verið bæði innanlandsverkefni sem og samstarf milli landa.
Sótt er um rafrænt á Erasmus+ og ESC torginu. Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferlið á síðunni Leiðbeiningar fyrir umsækjendur.
Helstu forgangsatriði snúa að því að tryggja aðgengi allra að áætluninni, umhverfisvænt alþjóðastarf, aukna stafræna þróun og færni sem og sameiginleg gildi og borgaralega þátttöku.
Áhersla er á að verkefnin séu æskulýðsdrifin og sé framlag til gagnlegrar samfélagsþátttöku. Verkefnin eiga að skila því að raddir ungs fólks heyrist í stefnumótun og ákvörðunartöku um málefnum sem snúa að þeim.
Lögaðilar og ungmennahópar í þátttökulöndum Erasmus+ áætlunarinnar geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin, EFTA löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Tyrklands, Serbíu og Norður-Makedóníu. Mögulegt er að vinna með aðilum í öðrum löndum.
Vegalengd | Hefðbundinn ferðastyrkur |
Grænn |
10 – 99 km | € 28 | € 56 |
100 – 499 km | € 211 | € 285 |
500 – 1999 km | € 309 | € 417 |
2000 – 2999 km | € 395 | € 535 |
3000 – 3999 km | € 580 | € 785 |
4000 – 7999 km | € 1188 | |
8000 km og lengra | € 1735 |
Hægt er að styðjast við málefni og forgangsatriði tilgreind í EU Youth Dialogue sem geta verið innblástur fyrir þátttöku ungs fólks. Einnig er hægt að styðjast við æskulýðsmarkmið ESB; European Youth Goals sem tilgreina þverfagleg svæði sem hafa áhrif á líf ungs fólks.
Þátttökuverkefni þurfa að gera ráð fyrir stuðningi við ígrundunarferli, viðurkenningu á lærdómi eða upplifun þátttakenda, einkum í gegnum YouthPass.
Inngilding og fjölbreytileiki ættu að vera hluti af þátttökuverkefnum þar sem tekið er til greina jöfn tækifæri til þátttöku og aðgengi fyrir allt ungt fólk.
Þátttökuverkefni ættu að efla umhverfislega sjálfbærni og ábyrgja hegðun meðal þátttakenda, auka meðvitund um mikilvægi þess að draga úr eða bæta upp umhverfisfótspor verkefnisins.
Framkvæmd verkefna þurfa að fylgja gæðaviðmiðum æskulýðsverkefna Erasmus+: Erasmus Youth Quality Standards um skipulagningu á gæðaverkefnum. Í gæðaviðmiðunum eru meginmarkmið áætlunarinnar sem og leiðbeiningar um framkvæmd verkefna sem snúa að undirbúningi þátttakenda, skilgreiningum, mati og viðurkenningu á lærdómi og upplifun, miðlun útkomu verkefna o.fl. Hægt er að nálgast íslenska útgáfu gæðaviðmiðanna hér.
Áður en sótt er um þarf að ganga úr skugga um að samtökin/stofnunin/fyrirtækið sem sækir um styrkinn sé með svokallað OID númer. Til að sækja slíkt númer þarf EU-login aðgang. Hér eru nánari upplýsingar um hvernig sótt er um í Erasmus+ sem og ítarlegar leiðbeiningar um EU-login aðgang og OID númer.
Athugið að styrkurinn er ekki hugsaður fyrir lögboðna fundi samtaka eða tengslaneta né skipulagningu pólitískra flokksviðburða.