Fyrir styrkþega

Hvernig virkar skráningarferlið?

Allir sjálfboðaliðar og samtök sem taka þátt í European Solidarity Corps þurfa að fara í gegnum skráningarferli sem heldur utan um þátttöku þeirra í verkefnunum.  Að lokinni skráningu á netinu er hægt að bjóða ungu fólki að taka þátt í sjálfboðaliðaverkefninu ykkar.  Ungt fólk skráir sig sem sjálfboðaliða á European Youth Portal og fá þar með aðgang að sjálfboðaliðaverkefnum sem fara fram á Íslandi.  Samtök og stofnanir hafa aðgang að vefkerfi sem er kallað PASS (Placement Administration and Support System) þar sem hægt er að tengja sjálfboðaliðum við verkefnin. 

PAss User guide - handbók

Námskeið fyrir sjálfboðaliða

Hluti af sjálfboðaverkefnum er þátttaka sjálfboðaliða á námskeiðum. Allir sjálfboðaliðar sem koma til Íslands eiga að fara á undirbúningsnámskeið í sínu heimalandi og komunámskeið þegar þeir koma til Íslands. Sjálfboðaliðar sem dvelja hér lengur en 6 mánuði eiga einnig að fara á miðannarnámskeið. Svo hægt sé að skipuleggja námskeið þarf landskrifstofa að vita fjölda þátttakenda með 5 vikna fyrirvara.

Skrá komudag sjálfboðaliða

Komunámskeið 2023:

  • Næsta í maí

Miðannarnámskeið 2023:

  • Næsta ekki ákveðið

Undirbúningsnámskeið fyrir íslensk ungmenni 2023:

Samtök sem eru að senda íslensk ungmenni í sjálfboðaverkefni í Evrópu eiga að undirbúa þau fyrir brottför. Landskrifstofa þarf að fylgjast með hversu margir fara héðan til Evrópu í gegnum Erasmus+.

Skrá sjálfboðaliða á leið til Evrópu

 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica