Allir sjálfboðaliðar og samtök sem taka þátt í European Solidarity Corps þurfa að fara í gegnum skráningarferli sem heldur utan um þátttöku þeirra í verkefnunum. Að lokinni skráningu á netinu er hægt að bjóða ungu fólki að taka þátt í sjálfboðaliðaverkefninu ykkar. Ungt fólk skráir sig sem sjálfboðaliða á European Youth Portal og fá þar með aðgang að sjálfboðaliðaverkefnum sem fara fram á Íslandi. Samtök og stofnanir hafa aðgang að vefkerfi sem er kallað PASS (Placement Administration and Support System) þar sem hægt er að tengja sjálfboðaliðum við verkefnin.
Hluti af sjálfboðaverkefnum er þátttaka sjálfboðaliða á námskeiðum. Allir sjálfboðaliðar sem koma til Íslands eiga að fara á undirbúningsnámskeið í sínu heimalandi og komunámskeið þegar þeir koma til Íslands. Sjálfboðaliðar sem dvelja hér lengur en 6 mánuði eiga einnig að fara á miðannarnámskeið. Svo hægt sé að skipuleggja námskeið þarf landskrifstofa að vita fjölda þátttakenda með 5 vikna fyrirvara.
Samtök sem eru að senda íslensk ungmenni í sjálfboðaverkefni í Evrópu eiga að undirbúa þau fyrir brottför. Landskrifstofa þarf að fylgjast með hversu margir fara héðan til Evrópu í gegnum Erasmus+.
Skrá sjálfboðaliða á leið til Evrópu
Hér eru gögn sem sjálfboðaliðar eiga að fá afhent á undirbúningsnámskeiði áður en þeir fara frá sínu heimalandi: