Ungt fólk á aldrinum 18 - 30 ára. Þátttakendur verða að vera að minnsta kosti 5 talsins, með lögheimili á Íslandi og hafa skráð sig í European Solidarity Corps gáttina.
Til að hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið, takast á við áskoranir innan samfélagsins, með áherslu á samstöðu þátttakenda og að hafa evrópsk borgaraleg gildi að leiðarljósi. Þátttaka í sam-félagsverkefnum er mikilvæg óformleg upplifun þar sem ungt fólk getur eflt persónulegan, náms-, félags- og borgaralegan þroska.
Sótt er um rafrænt á Erasmus+ og ESC torginu. Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferlið á síðunni Leiðbeiningar fyrir umsækjendur.
Samfélagsverkefni eru frumkvæðisverkefni sem hafa það að markmiði að bæta samfélagið. Þetta eru fjölbreytt verkefni sem tengjast meðal annars því að aðstoða fólk við að aðlagast samfélaginu, auka lýðræðislega þátttöku, efla umhverfis- og náttúruvernd og fleira.
Samfélagsverkefni eru búin til, þróuð og hrint í framkvæmd á 2 til 12 mánuðum, af að minnsta kosti fimm ungmennum sem vilja gera jákvæða breytingu á nærumhverfi sínu. Ungt fólk sem vill stýra samfélagsverkefnum í heimalandi sínu þarf að skrá sig í vefgátt European Solidarity Corps.
Ungt fólk á aldrinum 18 - 30 ára sem býr í þátttökulöndum Erasmus+ áætlunarinnar.
Hver er áherslan?
Samstaða (e. solidarity) er lykilatriði Samfélagsverkefna og ætti að vera það gildi sem er unnið út frá: sýna öðrum samstöðu, aðstoða við aðlögun, koma á jákvæðum breytingum fyrir samfélagið eða ákveðna hópa samfélagsins. Að gefa af sér og gera samfélagið að betri stað. Þessi mynd útskýrir hugtakið samstaða og hvaða þættir eru undirstaðan í Samfélagsverkefnum.
Verkefni sem auka umhverfisvitund og umhverfisvernd, taka á samfélagslegum málum, vinnustofur í sköpun, hvetja til friðar, aðstoða flóttafólk við að aðlagast samfélaginu, hvetja til heilbrigðara lífernis, o.s.frv. Möguleikarnir eru nær endalausir eins og sjá má á þeim verkefnum sem hafa verið framkvæmd eða eru í framkvæmd. Sjá nánar um European Solidarity Corps verkefni.
Fyrsta skrefið er að mynda hóp a.m.k. 5 einstaklinga á aldrinum 18-30 ára sem sjá um verkefnið. Þessi 5 þurfa að skrá sig á European Solidarity Corps gáttina og þegar skráningu er lokið er hver einstaklingur kominn með tilvísunarnúmer.
Næsta skref er að einn fulltrúi hópsins skráir ykkur sem óformlegan hóp til að fá OID númer: Skráningarkerfi EAC og þar lítur skráningin svona út:
Því næst er sótt um í rafrænu vefumsóknakerfi European Solidarity Corps. Umsóknarformið heitir Solidarity Projects (ESC30). Í umsóknina þarf að skrá OID númer og tilvísunarnúmer allra 5 úr hópnum. Umsóknin er svo útfyllt og henni skilað inn. Það tekur að jafnaði 6-8 vikur að vinna úr umsókninni og svo getur verkefnið hafist þegar komið er á hreint hvort að verkefnið ykkar hlýtur styrk.
Hægt er að sækja um viðbótarfjármagn fyrir leiðbeinanda (e. coach) sem leiðbeinir eða kennir framkvæmdarhóp verkefnisins ákveðna færni til að framkvæma verkefnið. Leiðbeinandinn má ekki tilheyra framkvæmdarhópnum sjálfum. Gera þarf grein fyrir því í umsókninni hvort óskað sé eftir leiðbeinanda og hægt er að sækja um sérstakan styrk fyrir þóknun leiðbeinanda sem eru €214 á dag í allt að 12 daga.
Hér er myndband um hvað þarf að hafa í huga við að búa til Samfélagsverkefni: