Tækifæri á sviði fullorðinsfræðslu

Í Erasmus+ felast fjölmörg tækifæri fyrir íslenskar stofnanir og samtök sem starfa á sviði fullorðinsfræðslu. Mögulegt er að sækja um styrki fyrir verkefni sem stuðla að nýbreytni og framþróun í fullorðinsfræðslu og einnig vegna námsferða og þjálfunar starfsfólks og nemenda í öðrum löndum Evrópu.

Hvernig er sótt um?

Áður en sótt er um þarf að ganga úr skugga um að stofnunin/fyrirtækið sem sækir um styrkinn sé með svokallað OID númer. Til að sækja slíkt númer þarf EU-login aðgang.

Nánari upplýsingar um hvernig sótt er um í Erasmus+ sem og ítarlegar leiðbeiningar um EU-login aðgang og OID númer.

Umsóknarfrestir

Sótt um til Landskrifstofu

Hægt er að sækja um styrk fyrir tvenns konar verkefni. Annars vegar í flokkinn Nám og þjálfun  og hins vegar í flokkinn Samstarfsverkefni. Einnig geta stofnanir og samtök á sviði fullorðinsfræðslu sótt um svokallaða Erasmus+ aðild.

Nám og þjálfun innan fullorðinsfræðslu

Í flokknum Nám og þjálfun geta fullorðinsfræðslustofnanir sótt um styrk til að bjóða starfsfólki sem stýrir fullorðinsfræðslu upp á þjálfun með námsheimsóknum með skipulagðri dagskrá á vinnustaði, starfsspeglun (job-shadowing) eða til að taka þátt í náms- og þjálfunarferðum (teaching or training).  Starfsfólk getur þannig eflt eigin starfsþróun með þátttöku í skipulögðum námskeiðum eða þjálfun.  Einnig er hægt að sækja um styrk til þess að senda nemendur í nám og þjálfun erlendis, sem er nýtt í þessum flokki. 

Nám og þjálfun í fullorðinsfræðslu

Samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu

Samstarfsverkefni veita fullorðinsfræðsluaðilum, stofnunum og fyrirtækjum sem starfa á sviði fullorðinsfræðslu tækifæri til að vinna að samstarfsverkefnum og þróa eða prófa nýjar aðferðir eða leiðir í fullorðinsfræðslu í samstarfi við aðila í a.m.k. tveimur öðrum þátttökulöndum Erasmus+.  

Samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu

Erasmus+ aðild

Stofnanir og samtök á sviði fullorðinsfræðslu geta sótt um Erasmus+ aðild. Í nýrri Erasmus+ áætluninni er lögð áhersla á einfaldari umsýslu og þeir skólar og stofnanir sem hafa staðfest aðild sína að áætluninni geta sótt um styrki til náms og þjálfunar á einfaldari hátt.   

Erasmus+ aðild er einnig staðfesting þess að skólar og stofnanir hafi sýnt fram á vandaða áætlun um fjölþjóðlegt samstarf sem hluta af framtíðarstefnu sinni og reglulegri starfsemi.   Umsóknarfrestur er einu sinni á ári, næst 19. október 2022.

Skipting fjármagns til stofnana með Erasmus aðild er gerð samkvæmt skilgreindum úthlutunarreglum. Þessar reglur sem og upplýsingar um fjármagn til úthlutunar eru útskýrðar fyrir hvern umsóknarfrest. Upplýsingar um dreifingu fjármagns og úthlutunarreglur vegna umsókna árið 2022 eru hér.

Erasmus+ aðild

Sótt um til Brussel

Skrifstofan sem annast umsýslu þessa hluta Erasmus+ fyrir hönd framkvæmdastjórnar ESB er í Brussel og heitir Education, Audiovisual and Culture Executive Agency  (EACEA). Landskrifstofan veitir upplýsingar og ráðgjöf eftir fremsta megni en öll formleg samskipti vegna þessara verkefna eru við EACEA.

Tækifærin sem bjóðast eru í gegnum Samstarf milli atvinnulífs og skóla um aukna hæfni í einstökum geirum (Alliances for Sectoral Cooperation on Skills). Þetta samstarf er byggt á Hæfnistefnu ESB (European Skills Agenda) og er því ætlað stuðla að sí- og endurmenntun fólks á vinnumarkaði.

Stuðningur og samstarf

EPALE - vefgátt fyrir fagfólk í fullorðinsfræðslu

Stofnanir geta skráð sig á vefgátt EPALE  til að finna samstarfsaðila fyrir verkefni í Nám og þjálfun og  Samstarfsverkefni .

Header-post

Tengslaráðstefnur

Nokkrum sinnum á ári eru haldnar tengslaráðstefnur víðsvegar um Evrópu. Markmiðið með þeim er að tengja saman samstarfsaðila í Erasmus+ verkefnum út frá ýmsum þemum. Starfsfólk  landskrifstofu Erasms+ á Íslandi veitir  frekari upplýsingar um tengslaráðstefnur. 

Beiðni um samstarf

Reglulega berast til Landskrifstofunnar erindi þar sem erlendir aðilar eru að leita að samstarfsaðilum á Íslandi. Starfsfólk Landskrifstofu getur veitt upplýsingar um slík erindi, en vinsamlegast athugið að það er án ábyrgðar og er ekki trygging fyrir því að samstarfsaðilinn sé traustur.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica