Mats- og úthlutunarferlið

Allar umsóknir eru metnar á grundvelli viðmiða (award criteria) sem gilda fyrir viðkomandi flokk og viðkomandi umsóknarfrest og eru birt í Erasmus+ handbókinni (Programme Guide).


Mat á framkvæmdargetu

Með framkvæmdargetu er átt við að umsækjandi og samstarfsaðilar hafi nauðsynlega faglega hæfni og reynslu til að framkvæma fyrirhugað verkefni.

Landskrifstofa getur kallað eftir gögnum eftir umsóknarfrest þar sem umsækjendur eru beðnir um að rökstyðja hæfni og reynslu á því sviði sem umsóknin snýr að. Þetta geta til dæmis verið ferilskrár þeirra sem koma að verkefninu og listar yfir fyrri verkefni og birtar greinar á þeirra vegum. Einnig er Landskrifstofu heimilt að nota upplýsingar annars staðar frá, svo sem frá öðrum landskrifstofum, úr eftirlitsheimsóknum eða frá vefsíðum umsækjanda, til að leggja mat á framkvæmdargetu.

Ef umsækjandi nær ekki að sýna fram á næga getu til að framkvæma viðkomandi verkefni verður umsókn hafnað og það sama á við ef umsækjandi sendir ekki inn umbeðin gögn fyrir þann frest sem Landskrifstofa veitir. Það er því mikilvægt að tengiliðir umsóknar fylgist með tölvupóstinum sínum eftir að umsókn hefur verið send inn og bregðist hratt og vel við beiðnum um viðbótargögn.

Nám og þjálfun 

Gildar umsóknir eru sendar í mat. Matsmenn meta umsóknir samkvæmt samræmdu evrópsku punktakerfi. Umsóknum eru gefin stig á kvarðanum 1-100. Til að eiga möguleika á styrk þarf umsóknin að fá a.m.k 60 stig. Auk þess þarf hún að fá að minnsta kosti 50% þeirra stiga sem möguleg eru fyrir hvert viðmið í matinu.

Umsóknir aðila með Erasmus+ aðild fara ekki í gæðamat heldur er fjármagni deilt meðal umsækjenda m.a. miðað við eftirspurn og fyrri framistöðu.

Samstarfsverkefni

Gildar umsóknir eru sendar í mat. Matsmenn meta hverja umsókn samkvæmt samræmdu evrópsku punktakerfi. Umsóknum eru gefin stig á kvarðanum 1-100 og metið er eftir fjórum viðmiðum. Til að eiga möguleika á styrk þarf umsóknin að fá a.m.k 60 stig (70 stig í stærri verkefnum). Auk þess þarf hún að fá að minnsta kosti 50% þeirra stiga sem möguleg eru fyrir hvert viðmið í matinu. 

Sjá nánari upplýsingar í Erasmus+ handbókinni .

Í kjölfar af mati fjallar óháð valnefnd um umsóknirnar en forstöðumaður Landskrifstofu Erasmus+ staðfestir úthlutun.

Sjá einnig: Áfrýjun /andmælaréttur 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica