Inngildingarstyrkir fyrir stúdenta og starfsfólk háskóla

Erasmus+ áætlunin leggur mikla áherslu á inngildingu, sem þýðir aukin tækifæri fyrir fleiri þátttakendur með sérstökum fjárstuðningi til þeirra sem mæta hindrunum af ýmsum toga.

Í handbók Erasmus+ eru ákveðin atriði nefnd sem gætu réttlætt aukinn stuðning við þátttakendur. Þessi upptalning, sem má sjá hér, er ekki tæmandi heldur veitir hún ákveðið viðmið til að auðvelda þátttöku allra í áætluninni. Inngilding snýst þó ekki bara um fjárhagslegan stuðning heldur einnig um að auka vitneskju og skilning á því hvað getur hindrað nemendur í að fara í skiptinám eða starfsþjálfun.

Inngildingarstyrkur fyrir nemendur og starfsfólk (raunkostnaður) fyrir aukalegan kostnað

Inngildingarstyrkur fyrir nemendur og nýútskrifaða

Aðgengi

Allir Erasmus+ þátttakendur eiga að geta nýtt sér viðeigandi stoðþjónustu sem er í boði í þeim háskóla sem tekur á móti þeim. Þeir háskólar sem taka þátt í Erasmus+ hafa fengið vottun og samþykkt skilmála í Erasmus Charter for Higher Education (ECHE), þar sem þeir meðal annars skuldbinda sig til að tryggja jafnt aðgengi og tækifæri þátttakenda.

Það er mikilvægt að kynna sér vel hvernig aðgengismálum er háttað í þeim háskóla sem þátttakandi hyggst fara til. Inclusive Mobility er Erasmus+ verkefni sem hefur það að markmiði að veita fötluðum nemendum gagnlegar upplýsingar og hjálpa þeim þannig að taka þátt í Erasmus+. Á forsíðu heimasíðu verkefnisins er hægt að leita að ákveðnum háskólum og fá upplýsingar um aðgengi þeirra.

Inclusion in the Erasmus+ program – information in English  








Þetta vefsvæði byggir á Eplica