Háskólar og aðrir aðilar sem koma að háskólamenntun, s.s. fyrirtæki, samtök, aðilar vinnumarkaðar og rannsóknastofnanir, geta sótt um styrki til að stuðla að nýbreytni og framþróun á háskólastiginu.
Samstarfsverkefni veita háskólastofnunum og öðrum aðilum tækifæri til að öðlast reynslu af alþjóðlegu samstarfi og efla hæfni sína. Einnig geta verkefnin snúist um að þróa eða yfirfæra aðferðir eða leiðir í háskólamenntun þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og gæði.
Samstarfsverkefni þurfa að taka mið af stefnumörkun ESB fyrir háskólastigið en geta m.a. snúið að því að auka gæði í háskólamenntun, þróa nýjar námsleiðir og námskrár, efla samstarf við atvinnulíf eða innleiða nýjar kennsluaðferðir.
Verkefnum er sérstaklega ætlað að styðja við áherslur Evrópusambandsins á sviði menntunar og æskulýðsstarfs.
Að auka gæði starfsemi samstarfsaðilanna í verkefninu og deila nýjungum með öðrum, þvert á fag- og starfsgreinar
Að styrkja stofnanir í að vinna þvert á landamæri, skólastig og faggreinar
Að mæta sameiginlegum þörfum og forgangsatriðum á sviði menntunar, þjálfunar, æskulýðs- og íþróttastarfs
Að stuðla að framförum (hjá einstaklingum, stofnunum eða innan einstakra geira) sem leiða til umbóta og nýrra aðferða
Styrktum verkefnum er sömuleiðis ætlað að styðja við evrópsk stefnumið á háskólastigi um að auka gæði menntunar og stuðla að virkara samstarfi á milli háskólastofnana, atvinnulífs og stjórnvalda til að mæta betur eftirspurn eftir hæfni á vinnumarkaði til framtíðar.
Nánar er fjallað um stefnumörkun í eftirarandi gögnum: European Education Area - Higher education initiatives og Digital Education Action Plan 2021-2027.
Öll samstarfsverkefni á sviði háskólamenntunar þurfa að styðja við a.m.k. eitt af þeim forgangsatriðum sem ákveðin hafa verið fyrir háskólastigið og/eða eitt forgangsatriði sem ákveðið hefur verið þvert á öll skólastig/æskulýðsstarf.
Fyrir umsóknarfrest 2025 hafa verið skilgreind eftirfarandi forgangsatriði fyrir samstarfsverkefni á sviði háskólamenntunar:
Tenging milli landa og stofnana
Nýsköpun í háskólanámi
Þróun STEAM (vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði) nálgunar á háskólastigi og aukin þátttaka kvenna í STEM greinum
Gæði í kennslu á háskólastigi
Stuðningur við stafrænt nám og kennslu á háskólastigi og grænar áherslur
Stuðningur við inngildandi háskólakerfi
Stuðningur við nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi
Nánar upplýsingar um viðmið um mat á umsóknum (award criteria) má finna í Erasmus+ handbókinni (Programme Guide) .
Almenn markmið þvert á skólastig/æskulýðsstarf (horizontal priorities) snúa að aðgengi allra að áætluninni, umhverfisvænt alþjóðastarf, aukna stafræna þróun og færni sem og sameiginleg gildi og borgaralega þátttöku.
Styrkir til samstarfsverkefna eru veittir í formi fastrar upphæðar (lump sum) og umsækjendur geta sótt um eftirfarandi upphæðir
Verkefnaflokkur | Styrkupphæð (lump sum) |
Stærri samstarfsverkefni (Cooperation Partnerships) | 120.000 EUR |
250.000 EUR | |
400.000 EUR |
Allir verkefnastyrkir Erasmus+ eru stuðningur og gera ráð fyrir mótframlagi aðila verkefnisins. Í umsókninni er ekki farið fram á að mótframlag sé útskýrt í smáatriðum heldur þarf áætlaður kostnaður við framkvæmd verkefnisins að vera hærri en styrkupphæðin sem sótt er um.
Við gerð fjárhagsáætlunar ber að hafa í huga að ef hún er metin óraunhæf verður að hafna umsókninni. Við afgreiðslu umsókna er ekki hægt að lækka styrkupphæð sem sótt er um.
Styrkupphæðin snýr að þeim verkþáttum sem leyfilegir eru í Erasmus+ samstarfsverkefnum:
Stærri samstarfsverkefni geta varað í 12 – 36 mánuði. Lágmarksfjöldi samstarfsaðila eru þrír aðilar frá þremur þátttökulöndum Erasmus+. Stofnanir og samtök frá löndum á svæðum 1-3 (fyrir utan Belarús) geta tekið þátt en ekki verið umsækjendur.
Umsækjendur finna sjálfir sína samstarfsaðila og eru upplýsingar um þá hluti af umsókn. Mikilvægt er að vanda vel valið og kynna sér reynslu og sérþekkingu þeirra sem unnið verður með.
Tengslaráðstefnur eru skipulagðar af landskrifstofum Erasmus+. Þessar ráðstefnur eru kynntar á heimasíðum landskrifstofa jafnóðum og upplýsingar um þær berast.
Áður en sótt er um þarf að ganga úr skugga um að stofnunin eða samtökin sem sækir um styrkinn sé með svokallað OID númer. Til að sækja slíkt númer þarf EU-login aðgang. Hér eru nánari upplýsingar um hvernig sótt er um í Erasmus+ sem og ítarlegar leiðbeiningar um EU-login aðgang og OID númer.