Nám og þjálfun á leik-, grunn, og framhaldsskólastigi

nemendur og starfsfólk

Fyrir hverja?

Skólar sem kenna eftir viðurkenndum námskrám á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, sem og skólayfirvöld, sveitarfélög og aðrir lögaðilar sem koma að menntun á þessum skólastigum, geta sótt um náms- og þjálfunarstyrki fyrir nemendur sína, kennara og annað starfsfólk.

Til hvers?

Skólar og stofnanir geta sótt um ferða-, uppihalds- og námskeiðsstyrki fyrir starfsfólk sitt til að taka þátt í gestakennslu, fara á fagtengd námskeið eða í starfsspeglun (job shadowing) í þátttökulöndum Erasmus+. Skólar geta einnig sótt um styrk fyrir gestakennslu sérfræðinga frá öðrum löndum og fyrir undirbúningsheimsóknum.

Eins gefst nemendum kostur á að fara í námsferðir til útlanda, bæði í hópum (í 2 – 30 daga) og sem einstaklingar (í 10 daga – 12 mánuði).

Sveitarfélög geta sótt um sambærilega styrki fyrir starfsfólk sitt í samstarfi við skóla í þeirra sveitarfélagi (consortium). 

Kynningarmyndbönd

Leik-, grunn- og framhaldsskólar - skammtímaverkefni

Leik-, grunn- og framhaldsskólar - aðild

Umsóknarflokkar náms- og þjálfunarverkefna hjá leik-, grunn- og framhaldsskólum

  • Erasmus+ aðild (accredited projects for mobility of learners and staff in school education)

Skólar og stofnanir sem hafa staðfesta Erasmus+ aðild sækja um námsferðir og starfsþjálfun sinna nemenda og starfsfólks í umsóknum aðildar. Umsóknir eru byggðar á áður samþykktri Erasmus áætlun þannig að ekki er krafist nákvæmrar framkvæmdaáætlunar, heldur er áhersla lögð á umfang alþjóðastarfs á tímabili verkefnisins. Úthlutun til einstakra skóla/stofnana byggir á eftirfarandi atriðum:

  • Heildarupphæð úthlutaðs fjármagns til náms- og þjálfunarverkefna í skólahluta

  • Umsókn og áætlun hvers skóla/stofnunar

  • Grunnstyrk og hámarksstyrk hvers skóla/stofnunar

  • Árangri hvers skóla/stofnunar varðandi nýtingu fjármagns, framkvæmd verkefna og stuðningi við áherslatriði Erasmus+ áætlunarinnar um inngildingu, umhverfismál og stafræna kennsluhætti

Gildistími verkefna: 15 mánuðir

Möguleg dvalarlönd: Þátttökulönd Erasmus+.

Skólar og stofnanir sem hafa staðfesta Erasmus+ aðild geta einnig sótt um samstarfsnet (consortium) verkefni fleiri skóla eða stofnana.

Erasmus+ skammtímaverkefni (short term mobility projects)

Skólar og stofnanir sem ekki hafa Erasmus+ aðild geta sótt um námsferðir og starfsþjálfun sinna nemenda og starfsfólks í umsóknum skammtímaverkefna.
Skammtímaverkefni eru góður kostur fyrir þá sem eru að sækja um í fyrsta sinn og þá sem ekki stefna að reglulegri þátttöku í áætluninni en vilja taka þátt af og til. Aðeins er hægt að sækja um skammtímaverkefni þrisvar sinnum á fimm ára tímabili.

Gildistími verkefna: 6 – 18 mánuðir

Möguleg dvalarlönd: Þátttökulönd Erasmus+.

Aðrar leiðir til þátttöku í Erasmus+ náms- og þjálfunarverkefnum

Samstarfsnet (consortia): Það getur verið góður kostur að taka þátt í samstarfsneti með öðrum starfsmenntaaðilum á sviði starfsmenntunar.

Móttökuaðili: Að taka á móti þátttakendum frá samstarfsaðilum í öðrum löndum er lærdómsríkt og getur lagt grunninn að frekara samstarfi og umsókn síðar.

Tækifæri Erasmus+ í leik-, grunn- og framhaldsskólum

Nemendur:
Erasmus+ veitir nemendum tækifæri til að fara í náms- og þjálfunarferðir og starfsnám hjá skólum og stofnunum í öðru landi. Dvölin verður að eiga sér stað í einu af þátttökulöndum Erasmus+ og skulu nemendur vera skráðir í skólann sem sendir þá utan. Nemendaferðir skiptast annars vegar í skemmri hópferðir þar sem kennarar þurfa að fylgja hópnum allan tímann og hins vegar í skemmri eða lengri einstaklingsferðir. Í einstaklingsferðum skal námið/þjálfunin vera hluti af námi viðkomandi nemanda, skal sérstaklega vera miðað að þörfum hans og metið sem slíkt að dvöl lokinni.

Rík áhersla er lögð á gæði þjálfunar nemenda og ber að fylgja viðmiðum gæðaviðmiða Erasmus+ (Quality Standards) Í því sambandi ber að framfylgja ákveðnu ferli við undirbúning og framkvæmd ferða. Gerður er samningur við þátttakendur og samkomulag við móttökuaðilann um þjálfun. Að dvöl lokinni skal móttökuaðilinn staðfesta dvöl og lærdóm.

Tækifæri nemenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum eru eftirfarandi:

  • Nám og þjálfun fyrir nemendahópa (Group mobility of school pupils)
    Dvalarlengd 2 – 30 dagar; lágmarksfjöldi nemenda í hverjum hópi: 2

  • Skemmri dvöl – Nám/þjálfun í skólum og stofnunum (Short-term learning mobility of pupils)
    Dvalarlengd 10 – 29 dagar

  • Lengri dvöl – Nám/þjálfun í skólum og stofnunum (Long-term learning mobility of pupils)
    Dvalarlengd: 30 dagar – 12 mánuðir

*Dvalarlengd nemenda sem hafa minni möguleika til þátttöku getur verið styttri en nefnt er hér fyrir ofan eða allt frá 2 dögum, þ.e. þegar sýnt er fram á að það sé nauðsynlegt.

Tækifæri starfsfólks í skólahlutanum eru eftirfarandi:

  • Starfsspeglun (Job shadowing):
    Dvalarlengd: 2 – 60 dagar

  • Fagtengd námskeið og þjálfun (Courses and training):
    Dvalarlengd: 2 – 30 dagar (ath. að styrkur námskeiðsgjalds er takmarkaður við 10 daga)

  • Gestakennsla í skólum og stofnunum í öðru landi (Teaching assigments):
    Dvalarlengd: 2 dagar – 12 mánuðir

  • Móttaka sérfræðinga frá skólum og stofnunum annarra landa (Invited Experts):
    Dvalarlengd: 2 – 60 dagar

  • Móttaka kennara- og leiðbeinendanema frá skólum annarra landa (Hosting teachers and educators in training):
    Dvalarlengd: 10 dagar – 12 mánuðir

  • Undirbúningsheimsóknir sem farnar eru til að skipuleggja ákveðnar ferðir nemenda og kennara

Til þess að tryggja jöfn réttindi er mögulegt að sækja um styrki fyrir þátttakendur sem hafa minni möguleika til þátttöku. Um er að ræða styrki fyrir fylgdarmenn og vegna nauðsynlegs viðbótarkostnaðar. Þeir sem hafa Erasmus+ aðild geta sótt um viðbótarstyrk vegna þeirra sem hafa minni möguleika á þátttöku á verkefnistímanum.

Hvert er markmiðið?

Markmið náms- og þjálfunarferða nemenda er að auka hæfni þeirra og þekkingu á sínu fagsviði, efla sjálfstraust og tungumálakunnáttu, sem og að kynnast menningu og venjum annarra landa.

Markmið náms- og þjálfunarferða starfsfólks er að efla færni og þekkingu sem nýtist innan skóla og stofnana, þróa grunnfærni á borð við lestur og stærðfræði, vinna gegn brotthvarfi og auka gæði í kennslu. Skal dvölin með beinum hætti tengjast stefnumörkun stofnunarinnar sjálfrar og markmiða með þátttöku í alþjóðasamstarfi.

Efling alþjóðastarfs skóla og stofnana er einnig mikilvægt markmið þessa verkefnaflokks. Erasmus+ aðild styður vel við það markmið með reglulegri þátttöku þeirra sem hafa fengið staðfesta aðild.

Verkefnisstjórum Erasmus+ náms- og þjálfunarverkefna ber að styðja við og kynna inngildingarstefnu Evrópusambandsins, markmið um umhverfisstefnu og sjálfbærni og stafræna kennsluhætti.

Hverjir geta sótt um?

Einungis lögaðilar, þ.e. skólar, sveitarfélög, skólayfirvöld og aðrir aðilar sem koma að menntun á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi geta sótt um styrk fyrir Erasmus+ náms- og þjálfunarverkefni. Einstaklingar geta ekki sótt um styrki úr Erasmus+.

Aðilar sem geta sótt um Erasmus+ aðild/styrk í skólahluta Erasmus áætlunarinnar geta m.a. verið eftirfarandi:

Skilyrði (1): fræðsluaðilar sem bjóða formlegt nám á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi

Nám og þjálfun sem telst styrkbært í Erasmus+

Dæmi um framkvæmdaaðila

Leikskólanám og annað formlegt nám ungra barna

Leikskólar, samþættir leik- og grunnskólar

Formlegt grunnskólanám

Grunnskólar, samþættir leik- og grunnskólar, skólar sem starfræktir eru á sjúkrahúsum

Formlegt nám að loknu skyldunámi

Framhaldsskólar, verkmenntaskólar, listaskólar (tónlistarskólar, myndlistarskólar o.þ.h.), skólar sem kenna heilbrigðisgreinar á framhaldsskólastigi

Nám án aðgreiningar

Leik-, grunn- og framhaldsskólar, sem og aðrar stofnanir sem bjóða slíkt nám á þessum skólastigum

Skilyrði (2): menntayfirvöld, sveitarfélög, ríkisstofnanir og aðrir opinberir aðilar sem hafa formlegt hlutverk á sviði leik-, grunn- og framhaldsskólanáms

Hlutverk innan menntakerfisins

Dæmi um framkvæmdaaðila

Að stofna og hafa umsjón með leik-, grunn- og framhaldsskólum

Sveitarfélög, ríkisstofnanir og aðrir opinberir aðilar

Að skilgreina og innleiða námsáætlanir leik-, grunn- og framhaldsskóla

Menntayfirvöld, sveitarfélög, ríkisstofnanir og aðrir opinberir aðilar

Stjórnun og gæðaeftirlit leik-, grunn- og framhaldsskóla

Menntayfirvöld, sveitarfélög, ríkisstofnanir, eftirlitsstofnanir og aðrir sérhæfðir aðilar

Skilgreina hæfniramma, staðla og tækifæri fyrir samfellda fagmenntun stjórnenda og kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum

Menntayfirvöld, sveitarfélög, ríkisstofnanir, stéttarfélög kennara og skólastjóra og aðrir sérhæfðir aðilar

Hvað er styrkt/ Styrkupphæðir?

Umsýslustyrkur

Kostnaður tengdur framkvæmd verkefnisins t.d. undirbúningur, stuðningur, eftirfylgni, staðfesting dvalar og kynning niðurstaðna. Styrkurinn miðast við fjölda þátttakenda og tegund ferða.

Flokkur Upphæð
  • nemendur í hópferðum
  • starfsfólk á námskeiðum
  • sérfræðingar, gestakennarar og leiðbeinendur (sem koma erlendis frá) 
EUR 100 fyrir hvern þátttakanda
  • styttri dvöl nemenda

  • starfsspeglun og gestakennsla starfsfólks

EUR 350 fyrir hvern þátttakanda
  • löng dvöl nemenda

EUR 500 fyrir hvern þátttakanda:

Ferðastyrkur

Stuðningur við ferðakostnað þátttakenda og aðstoðarfólks. Miðað er við ferðir báðar leiðir.Við ákvörðun fjarlægðar þarf að nota “distance calculator” og miðað við beina línu frá upphafsstaði til áfangastaðar. Ferðastyrkur umhverfisvænna ferða er veittur þegar þátttakandi hefur valið vistvænni ferðamáta en flug.

Fjarlægð Hefðbundinn ferðastyrkur Ferðastyrkur umhverfisvænna ferða
(Green travel)
10-99 km 28 EUR  56 EUR
100 – 499 km 211 EUR 285 EUR
500 – 1999 km 309 EUR 417 EUR
2000 – 2999 km 395 EUR 535 EUR
3000 – 3999 km 580 EUR 785 EUR
4000 – 7999 km 1.180 EUR  1.180 EUR
8000 km eða meira 1.735 EUR  1.735 EUR

Uppihaldsstyrkur
Stuðningur við uppihaldskostnað þátttakenda og fylgdarmanna þeirra meðan á dvölinni stendur.

Miðað er við dvalartíma og að hámarki 2 ferðadaga nema þegar veittur er umhverfisvænn ferðastyrkur en þá geta ferðadagar verið allt að 4. Neðangreindar upphæðir miða við einn dag og gilda fyrir dag 1 – 14. Frá degi 15 og til loka dvalar er styrkupphæðin 70% þessara upphæða.

Þátttakandi Landahópur 1 Landahópur 2 Landahópur 3
Starfsfólk 191 EUR 169 EUR 148 EUR
Nemendur 85 EUR 74 EUR 64 EUR

Landahópur 1: Austurríki, Belgía, Frakkland, Danmörk, Finnland, Holland, Ísland, Írland, Ítalía, Liechtenstein, Lúxemborg, Noregur, Svíþjóð, Þýskaland

Landahópur 2: Eistland, Grikkland, Kýpur, Lettland, Malta, Portúgal, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Tékkland

Landahópur 3: Búlgaría, Króatía, Litháen, Norður-Makedóna, Pólland, Rúmenía, Serbía, Tyrkland, Ungverjaland

Stuðningur vegna inngildingar (inclusion)

Sýna þarf fram á að raunveruleg þörf sé fyrir viðbótarstyrk vegna þátttöku viðkomandi.

Viðbótarstyrkur vegna undirbúnings og skipulagningar dvalar fólks með minni möguleika til þátttöku í Erasmus+ 125 EUR fyrir hvern þátttakanda
Styrkur vegna raunverulegs viðbótarkostnaðar vegna þátttöku nemenda og starfsfólks með minni möguleika til þátttöku í Erasmus+ 100% raunverulegs kostnaðar

Undirbúningsheimsóknir

Styrkur vegna ferða og uppihalds. 680 EUR fyrir hvern þátttakanda. Hámarksfjöldi þátttakenda í hverri ferð eru 3.

Námskeiðsgjöld

Styrkur vegna námskeiðsgjalds 80 EUR fyrir hvern þátttakanda á dag. Hámarksstyrkur fyrir hvern þátttakanda eru 800 EUR

Stuðningur vegna tungumálaundirbúnings

Styrkur vegna tungumálastuðnings þátttakenda vegna tungumála sem ekki eru í boði í OLS tungumálakerfinu.

Gildir um alla nemendur sem eru í einstaklingsferðum (ekki nemendur í hópferðum) en aðeins í boði fyrir starfsmenn sem dvelja lengur en 31 dag. 

150 EUR fyrir hvern þátttakanda
150 EUR viðbótarstyrkur fyrir alla nemendur sem dvelja lengur en 30 daga (Long-term mobility of pupils)

Styrkur vegna sérstaklega kostnaðarsamra ferða

Viðbótarstyrkur er veittur vegna ferða frá svæðum sem talin eru afskekkt og ferðakostnaður því mikill Styrkurinn byggir á raunkostnaði og er að hámarki 80%.  

Hvernig er hægt að finna samstarfsaðila?

Umsækjendur finna sjálfir sína samstarfsaðila. Mikilvægt er að vanda vel val samstarfsaðila og kynna sér þeirra reynslu og fagsvið.

  • Tengslaráðstefnur eru skipulagðar af Landskrifstofum Erasmus+. Þessar ráðstefnur eru kynntar á heimasíðum Landskrifstofa jafnóðum og upplýsingar um þær berast.
  • European School Education Platform er torg þar sem kennarar, skólafólk, sérfræðingar og raunar allir sem tengjast kennslu og skólaþróun á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi koma saman. Þar er m.a. að finna verkfæri sem koma að notum við leit að samstarfsaðilum.
  • eTwinning er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum og sækja sér endurmenntun á vinnustofum og námskeiðum með hjálp upplýsingatækni

Þátttökulönd

Lögaðilar í þátttökulöndunum Erasmus+ áætlunarinnar geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin, EFTA löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur, auk Tyrklands, Serbíu og Norður-Makedóníu.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica