Nám og þjálfun á leik-, grunn, og framhaldsskólastigi

nemendur og starfsfólk

Fyrir hverja?

Skólar sem kenna eftir viðurkenndum námskrám á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, sem og skólayfirvöld, sveitarfélög og aðrir lögaðilar sem koma að menntun á þessum skólastigum, geta sótt um náms- og þjálfunarstyrki fyrir nemendur sína, kennara og annað starfsfólk.

Til hvers?

Skólar og stofnanir geta sótt um ferða-, uppihalds- og námskeiðsstyrki fyrir starfsfólk sitt til að taka þátt í gestakennslu, fara á fagtengd námskeið eða í starfsspeglun (job shadowing) í þátttökulöndum Erasmus+. Skólar geta einnig sótt um styrk fyrir gestakennslu sérfræðinga frá öðrum löndum og fyrir undirbúningsheimsóknum.

Eins gefst nemendum kostur á að fara í námsferðir til útlanda, bæði í hópum (í 2 – 30 daga) og sem einstaklingar (í 10 daga – 12 mánuði).

Sveitarfélög geta sótt um sambærilega styrki fyrir starfsfólk sitt í samstarfi við skóla í þeirra sveitarfélagi (consortium). 

Kynningarmyndbönd

Leik-, grunn- og framhaldsskólar - skammtímaverkefni

Leik-, grunn- og framhaldsskólar - aðild

Umsóknarflokkar náms- og þjálfunarverkefna hjá leik-, grunn- og framhaldsskólum

Erasmus+ skammtímaverkefni (short term mobility projects)

Aðrar leiðir til þátttöku í Erasmus+ náms- og þjálfunarverkefnum

Tækifæri Erasmus+ í leik-, grunn- og framhaldsskólum

Hvert er markmiðið?

Hverjir geta sótt um?

Hvað er styrkt/ Styrkupphæðir?

Hvernig er hægt að finna samstarfsaðila?

Þátttökulönd








Þetta vefsvæði byggir á Eplica